„Ég verð alltaf umdeildur“ Heimir Már Pétursson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 28. september 2017 20:11 Rætt var við Sigmund Davíð í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. Þá upplýsti hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að fjármunir sem eiginkona hans á í aflandsfélagi hafi enn ekki verið fluttir til landsins. Sigmundur segir að ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að líklegt sé að flokkarnir tveir muni keppast um atkvæði og að deilur innan flokksins hafi ekki snúist um málefni heldur persónur, séu dapurleg. „Það er ánægjulegt að heyra það ef framsóknarflokkurinn ætlar að halda áfram með þau mál sem ég beitti mér fyrir sem formaður hans. Mér fannst þetta viðtal dálítið dapurlegt hjá manni sem virtist kynna sig sem talsmann þjóðarinnar. En mér fannst það líka gott því það sýndi fram á ýmislegt sem ég sagði í bréfi til flokksmanna. Að á sínum tíma þegar menn voru búnir að sjá heildarmyndina eftir havaríið þarna í fyrravor, rykið hafði sest. Þá skynjaði ég ótrúlegan velvilja og hvatningu og stuðning frá fólki innan flokksins.“Hefurðu þá trú að þú hefðir ná betri árangri með flokkinn, með alla Wintris söguna í október í fyrra heldur en Sigurður Ingi gerði? „Jájá, ég efast ekkert um það. Þó ekki væri nema vegna þess að eins og ég nefndi þá höfðum við gríðarlegan meðbyr strax síðastliðið sumar.“Heppilegt að ríkisstjórnin hafi fallið á þessum tímapunkti Hann segir að ríkisstjórnarflokkanir hefðu getað leyst úr deilum sínum á annan hátt en að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu en segir það heppilegt að ríkisstjórnin skyldi falla. „Ég er nú þeirrar skoðunar að þessir flokkar, þrátt fyrir ýmislegt óheppilegt í þessu máli, hefðu átt að nálgast úrlausnarefni þess með öðrum hætti,“ segir hann. „En ég er líka þeirrar skoðunar að það hafi verið mjög heppilegt ríkisstjórnin skyldi falla á þessum tímapunkti vegna þess að það þýðir að okkur gefst aftur tækifæri til að halda áfram þar sem frá var horfið með svakalega stór mál,sem voru að mínu mati að stefna í óefni. Ég er að tala um endurskipulagningu fjármálakerfisins, klára þessa viðureign við vogunarsjóðina, gera upp við eldri borgara það sem við skuldum þeim.“Vill að fólk tali sem mest um Wintris Hann segist átta sig á því að hann höfði ekki til allra. „Markmiðið er hvorki að vera bara fyrir þá sem voru skráðir í Framsóknarflokinn né að reyna að höfða til allra. Markmiðið er að reyna að höfða til þess tiltölulega stóra hóps fólks sem lítur þetta sömu augum og við og ég held að flestir Framsóknarmenn hafi verið á þeirri línu, en líka fjöldi fólks í öðrum flokkum.“Telur þú þig hafa náð að skýra mál þín það vel út að þú getir á ný öðlast traust það stórs hóps að þú náir fjölda fólks með þér inn á þing? „Þessa spurningu hef ég náttúrulega fengið margoft. Svörin liggja öll fyrir. Svarið er já. Að sjálfsögðu munu ekki allir vilja styðja mig, eins og gengur og gerist. Þannig hefur að aldrei verið og verður væntanlega aldrei, ég verð alltaf umdeildur. En þetta mál sem þú nefnir er þess eðlis að ég vonast til þess að andstæðingar mínir í pólitík tali sem mest um það. Því meira sem það skýrist því betur vinnur það með mér.“En eru þessir fjármunir komnir heim? „Þeir hafa ekki verið fluttir heim nei því á meðan ég var í stjórnmálum var það afstaða konunnar minnar, og ég taldi það mjög skynsamlega afstöðu hjá henni, að hún ætti ekki að fjárfesta á Íslandi því hvaða fjárfesting sem hún færi í hér í fyrirtækjum eða öðru myndi skapa tortryggni. Ég tala nú ekki um ef hún hefði nýtt sér það sem henni bauðst, að kaupa krónur á afslætti, eins og svo margir gerðu og fjárfest hér í íslenskum fyrirtækjum og margfaldað eigur sinnar. Hún vildi ekki gera neitt sem myndi vera til þess fallið að skapa tortryggni á meðan ég var í pólitík hér heima og ég er henni þakklátur fyrir það og það hefur kostað hana mikið.“Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. Þá upplýsti hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að fjármunir sem eiginkona hans á í aflandsfélagi hafi enn ekki verið fluttir til landsins. Sigmundur segir að ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að líklegt sé að flokkarnir tveir muni keppast um atkvæði og að deilur innan flokksins hafi ekki snúist um málefni heldur persónur, séu dapurleg. „Það er ánægjulegt að heyra það ef framsóknarflokkurinn ætlar að halda áfram með þau mál sem ég beitti mér fyrir sem formaður hans. Mér fannst þetta viðtal dálítið dapurlegt hjá manni sem virtist kynna sig sem talsmann þjóðarinnar. En mér fannst það líka gott því það sýndi fram á ýmislegt sem ég sagði í bréfi til flokksmanna. Að á sínum tíma þegar menn voru búnir að sjá heildarmyndina eftir havaríið þarna í fyrravor, rykið hafði sest. Þá skynjaði ég ótrúlegan velvilja og hvatningu og stuðning frá fólki innan flokksins.“Hefurðu þá trú að þú hefðir ná betri árangri með flokkinn, með alla Wintris söguna í október í fyrra heldur en Sigurður Ingi gerði? „Jájá, ég efast ekkert um það. Þó ekki væri nema vegna þess að eins og ég nefndi þá höfðum við gríðarlegan meðbyr strax síðastliðið sumar.“Heppilegt að ríkisstjórnin hafi fallið á þessum tímapunkti Hann segir að ríkisstjórnarflokkanir hefðu getað leyst úr deilum sínum á annan hátt en að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu en segir það heppilegt að ríkisstjórnin skyldi falla. „Ég er nú þeirrar skoðunar að þessir flokkar, þrátt fyrir ýmislegt óheppilegt í þessu máli, hefðu átt að nálgast úrlausnarefni þess með öðrum hætti,“ segir hann. „En ég er líka þeirrar skoðunar að það hafi verið mjög heppilegt ríkisstjórnin skyldi falla á þessum tímapunkti vegna þess að það þýðir að okkur gefst aftur tækifæri til að halda áfram þar sem frá var horfið með svakalega stór mál,sem voru að mínu mati að stefna í óefni. Ég er að tala um endurskipulagningu fjármálakerfisins, klára þessa viðureign við vogunarsjóðina, gera upp við eldri borgara það sem við skuldum þeim.“Vill að fólk tali sem mest um Wintris Hann segist átta sig á því að hann höfði ekki til allra. „Markmiðið er hvorki að vera bara fyrir þá sem voru skráðir í Framsóknarflokinn né að reyna að höfða til allra. Markmiðið er að reyna að höfða til þess tiltölulega stóra hóps fólks sem lítur þetta sömu augum og við og ég held að flestir Framsóknarmenn hafi verið á þeirri línu, en líka fjöldi fólks í öðrum flokkum.“Telur þú þig hafa náð að skýra mál þín það vel út að þú getir á ný öðlast traust það stórs hóps að þú náir fjölda fólks með þér inn á þing? „Þessa spurningu hef ég náttúrulega fengið margoft. Svörin liggja öll fyrir. Svarið er já. Að sjálfsögðu munu ekki allir vilja styðja mig, eins og gengur og gerist. Þannig hefur að aldrei verið og verður væntanlega aldrei, ég verð alltaf umdeildur. En þetta mál sem þú nefnir er þess eðlis að ég vonast til þess að andstæðingar mínir í pólitík tali sem mest um það. Því meira sem það skýrist því betur vinnur það með mér.“En eru þessir fjármunir komnir heim? „Þeir hafa ekki verið fluttir heim nei því á meðan ég var í stjórnmálum var það afstaða konunnar minnar, og ég taldi það mjög skynsamlega afstöðu hjá henni, að hún ætti ekki að fjárfesta á Íslandi því hvaða fjárfesting sem hún færi í hér í fyrirtækjum eða öðru myndi skapa tortryggni. Ég tala nú ekki um ef hún hefði nýtt sér það sem henni bauðst, að kaupa krónur á afslætti, eins og svo margir gerðu og fjárfest hér í íslenskum fyrirtækjum og margfaldað eigur sinnar. Hún vildi ekki gera neitt sem myndi vera til þess fallið að skapa tortryggni á meðan ég var í pólitík hér heima og ég er henni þakklátur fyrir það og það hefur kostað hana mikið.“Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira