Kosningabaráttan fer á flug upp úr helginni Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 14:13 Reikna má með að kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar í lok október hefjist fyrir alvöru strax upp úr helginni. Framboðslistar flestra framboða munu liggja fyrir um helgina eða snemma í næstu viku en hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verður skipan lista í kjördæmunum tveimur óbreytt að því frátöldu að Ólöf Nordal féll frá á þessu kjörtímabili. Myndin af framboðum stjórnmálaflokkanna tekur að skýrast mikið um helgina. Þannig ættu listar Samfylkingarinnar allir að liggja fyrir um helgina og á þriðjudag, Flokkur fólksins gengur frá framboðsmálum sínum á morgun og prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum lýkur sömuleiðis á morgun. Vinstri græn stilla upp listum alls staðar nema í Suðvesturkjördæmi þar sem fram fer forval á mánudag um sex efstu sæti listans og framboðslistar Framsóknar, Miðflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ættu allir að liggja fyrir áður en næsta vika er liðin. Myndin er farin að skýrast hjá Sjálfstæðisflokknum sem að öllu óbreyttu mun stilla upp listum í öllum kjördæmum og taka mið af prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Gísli Kr. Björnsson formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík segir að ákveðið hafi verið á fulltrúaráðsfundi á miðvikudag að skipa sjö manna kjörnefnd fyrir Reykjavíkurkjördæmin samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins um röðun á lista. „Í röðun eru valmöguleikarnir þeir að það er hægt að kjósa í sæti og síðan er líka hægt að fela kjörnefndinni að stilla upp í sæti. Fundurinn tók ákvörðun um að stilla listanum í heild sinni upp og miðað yrði við sömu sæti og komu út úr prófkjörunum í fyrra,” segir Gísli. Að því frátöldu að sjálfsögðu að fylla þarf skarð Ólafar Nordal fyrrverandi varaformanns flokksins sem féll frá fyrr á þessu ári. Sameiginlegur listi flokksins í Reykjavík færist því allur upp um eitt sæti. „Þetta var ákveðið svona á fulltrúaráðsfundinum og verður lagt fram til staðfestingar á fulltrúaráðsfundi á morgun. Þannig að listinn ætti að vera tilbúinn á morgun.“Rifjaðu aðeins upp fyrir okkur, hvernig verður þá röðin á kannski fyrstu sex sætunum? „Í Reykjavík norður yrðu það Guðlaugur Þór, Áslaug Arna og Birgir Ármannsson. Í Reykjavík suður yrðu það Brynjar Níelsson, Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir,“ segir Gísli. Líklegast verði sami háttur hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum í öðrum kjördæmum og stillt upp á listana miðað við prófkjör fyrir síðustu kosningar.Fjárhagur flokkanna misjafn fyrir kosningar Flokkarnir standa misjafnlega að vígi fjárhagslega enda stutt frá síðustu kosningum. Birgitta Jónsdóttir hefur upplýst að Píratar séu skuldlausir, samkvæmt ársreikningi Viðreisnar skuldar flokkurinn rúmar tíu milljónir og í ársreikningi sem Vinstri græn voru að skila til Ríkisendurskoðunar kemur fram að flokkurinn hafi skuldað tæpar 20 milljónir eftir síðustu kosningar en náð að greiða þær skuldir upp í febrúar síðast liðnum. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að flokkurinn þurfi að taka um 20 milljónir að láni fyrir kosningabaráttunni nú. En aðrir flokkar en Viðreisn og Vinstri græn hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2016 til Ríkisendurskoðunar. Gísli segir kosningabaráttu alltaf erfiða fjárhagslega en framkvæmdastjórn flokksins muni hliðra til í fjármálum flokksins til að allt gangi upp og kosningabaráttan í Reykjavík hefjist væntanlega strax eftir helgina. „Já, við skulum vona það. Að þá geysist Sjálfstæðismenn í Reykjavík fram völlinn og fylki sér á bak við þennan lista,“ segir Gísli Kr. Björnsson. Kosningar 2017 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Reikna má með að kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar í lok október hefjist fyrir alvöru strax upp úr helginni. Framboðslistar flestra framboða munu liggja fyrir um helgina eða snemma í næstu viku en hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verður skipan lista í kjördæmunum tveimur óbreytt að því frátöldu að Ólöf Nordal féll frá á þessu kjörtímabili. Myndin af framboðum stjórnmálaflokkanna tekur að skýrast mikið um helgina. Þannig ættu listar Samfylkingarinnar allir að liggja fyrir um helgina og á þriðjudag, Flokkur fólksins gengur frá framboðsmálum sínum á morgun og prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum lýkur sömuleiðis á morgun. Vinstri græn stilla upp listum alls staðar nema í Suðvesturkjördæmi þar sem fram fer forval á mánudag um sex efstu sæti listans og framboðslistar Framsóknar, Miðflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ættu allir að liggja fyrir áður en næsta vika er liðin. Myndin er farin að skýrast hjá Sjálfstæðisflokknum sem að öllu óbreyttu mun stilla upp listum í öllum kjördæmum og taka mið af prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar árið 2016. Gísli Kr. Björnsson formaður kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík segir að ákveðið hafi verið á fulltrúaráðsfundi á miðvikudag að skipa sjö manna kjörnefnd fyrir Reykjavíkurkjördæmin samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins um röðun á lista. „Í röðun eru valmöguleikarnir þeir að það er hægt að kjósa í sæti og síðan er líka hægt að fela kjörnefndinni að stilla upp í sæti. Fundurinn tók ákvörðun um að stilla listanum í heild sinni upp og miðað yrði við sömu sæti og komu út úr prófkjörunum í fyrra,” segir Gísli. Að því frátöldu að sjálfsögðu að fylla þarf skarð Ólafar Nordal fyrrverandi varaformanns flokksins sem féll frá fyrr á þessu ári. Sameiginlegur listi flokksins í Reykjavík færist því allur upp um eitt sæti. „Þetta var ákveðið svona á fulltrúaráðsfundinum og verður lagt fram til staðfestingar á fulltrúaráðsfundi á morgun. Þannig að listinn ætti að vera tilbúinn á morgun.“Rifjaðu aðeins upp fyrir okkur, hvernig verður þá röðin á kannski fyrstu sex sætunum? „Í Reykjavík norður yrðu það Guðlaugur Þór, Áslaug Arna og Birgir Ármannsson. Í Reykjavík suður yrðu það Brynjar Níelsson, Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir,“ segir Gísli. Líklegast verði sami háttur hafður á hjá Sjálfstæðisflokknum í öðrum kjördæmum og stillt upp á listana miðað við prófkjör fyrir síðustu kosningar.Fjárhagur flokkanna misjafn fyrir kosningar Flokkarnir standa misjafnlega að vígi fjárhagslega enda stutt frá síðustu kosningum. Birgitta Jónsdóttir hefur upplýst að Píratar séu skuldlausir, samkvæmt ársreikningi Viðreisnar skuldar flokkurinn rúmar tíu milljónir og í ársreikningi sem Vinstri græn voru að skila til Ríkisendurskoðunar kemur fram að flokkurinn hafi skuldað tæpar 20 milljónir eftir síðustu kosningar en náð að greiða þær skuldir upp í febrúar síðast liðnum. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að flokkurinn þurfi að taka um 20 milljónir að láni fyrir kosningabaráttunni nú. En aðrir flokkar en Viðreisn og Vinstri græn hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2016 til Ríkisendurskoðunar. Gísli segir kosningabaráttu alltaf erfiða fjárhagslega en framkvæmdastjórn flokksins muni hliðra til í fjármálum flokksins til að allt gangi upp og kosningabaráttan í Reykjavík hefjist væntanlega strax eftir helgina. „Já, við skulum vona það. Að þá geysist Sjálfstæðismenn í Reykjavík fram völlinn og fylki sér á bak við þennan lista,“ segir Gísli Kr. Björnsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent