Hjónin eignuðust tvíbura í febrúar en fyrir áttu þau tvö börn. Nú þarf greinilega að stækka við sig og því er íbúðin komin á sölu.
Unnur og Björn leika saman í verkinu Brot úr hjónabandi sem frumsýnt var á síðasta ári. Gera þurfti hlé á verkinu þar sem Unnur gekk með tvíbura. Það fer því aftur í loftið í nóvember.
Um er að ræða mjög bjarta og mikið endurnýjaða 107,2 fermetra neðri hæð með sérinngangi í mjög fallegu þríbýlishúsi á frábærum og rólegum stað við Marargötu í Reykjavík.
Húsið var byggt árið 1929 en í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi. Ásett verð er 69,5 milljónir en fasteignamat eignarinnar er 44,7 milljónir.
Hér að neðan má sjá fallegar myndir af eigninni.





