Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 16:08 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. hreggviður símonarson/landhelgisgæslan Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“ Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. Bjarni segir ljóst að gríðarlegar hamfarir hafi orðið í vatnavöxtunum síðustu daga. „Það er tvennt sem stendur upp úr þegar maður fer hérna yfir. Það er annars vegar að mjög ánægjulegt er að sjá hvað allir hafa tekið höndum saman og eru með samstillar aðgerðir við að vinna á þessum brýnustu viðfangsefnum. Hins vegar verð ég að segja að þessi flóð ná yfir stærra landsvæði en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað austur. Þetta eru gríðarlega miklar hamfarir hérna,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann bendir til að mynda á að eftir að varnargarðar brustu þá hafi margir kílómetrar af þjóðvegi 1 farið undir vatnselginn. Því hafi þurft að rjúfa veginn til að hleypa vatninu framhjá. „Þá hefur flætt hérna mikið yfir tún og girðingar og það á eftir að koma í ljós hvernig hefur farið með ræktarlönd. Það hefur þurft að bjarga skepnum og svo framvegis þannig að þetta er mikið ástand.“Tímapressa á mjólkurbúi á Mýrum Bjarni segir að flogið hafi verið yfir Steinavötn þar sem brúin hefur sigið mjög mikið og er farin vinna af stað við að byggja bráðabirgðabrú. Þá var einnig farið að Selbakka á Mýrum þar sem rekið er stórt mjólkurbú en það er algjörlega innlyksa. „Selbakki er þannig í sveit settur að vestan megin hefur brúin brotnað og austan megin er vegurinn rofinn. Þeir eru í tímapressu og þurfa að koma mjólkinni frá sér ekki seinna en á sunnudag,“ segir Bjarni. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir alveg ljóst að það verði truflanir á vegasamgöngum á Suðausturlandi í einhvern tíma. Þjóðvegur 1 hefur farið í sundur á þremur stöðum austan Hólmsár og eru lokanir enn í gildi þar sem og við Steinavötn í Suðursveit þar sem lokað er fyrir alla umferð yfir brúna. Ljóst að truflanir verða á vegasamgöngum í töluverðan tíma „Það er verið að vinna að úrbótum. Bæði er Vegagerðin komin með mikinn mannskap og tækjum á svæðið til að laga veginn og svo er undirbúningur á fullu við að gera bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur svo flogið með sérfræðinga Vegagerðarinnar um svæðið til að koma á merkingum og búnaði og hefur líka farið með vörur á bæi þannig að þeir sem eru alveg innilokaðir fái það sem þeir þurfa,“ segir Víðir. Björgunarsveitir hafa einnig farið um svæðið í dag og kannað vegi sem eru á kafi og hvort hægt sé að keyra þá upp á það ef koma þarf neyðarþjónustu inn á svæðin. „Þannig að það er allt á fullu við að reyna að draga úr áhrifum þessara atburða, en það er alveg ljóst að þarna verða truflanir á vegasamgöngum í töluverðan tíma.“
Veður Tengdar fréttir Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36 Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. 29. september 2017 08:36
Brúin lokuð fyrir akandi og gangandi umferð Lögreglan hefur birt tilkynningu um lokanir og umferðartakmarkanir vegna vatnsflóða á Suðurlandi. 29. september 2017 12:42
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?