Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 18:45 Thomas huldi andlit sitt við skýrslutökur fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi. Vísir/Anton Brink Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30