Lauk afplánun mánuði áður en hann varð Birnu að bana Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 23:06 Thomas Møller Olsen huldi ávallt andlit sitt undir teppi þegar hann var leiddur í dómssal. Hann neitaði að hafa orðið Birnu að bana, en í dag var hann dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, hefur áður gerst sekur um refsivert brot. Þann 3. september 2015 var Thomas dæmdur til eins árs fangelsisvistar af Landsrétti Grænlands fyrir fíkniefnabrot. Hann var látinn laus 12. desemer 2016, rúmum mánuði áður en hann varð Birnu að bana. Við ákvörðun dóms yfir Thomasi horfði dómurinn til þess að atlaga hans að Birnu Brjánsdóttur, þann 14. janúar síðastliðinn, hafi verið afar hrottafengin og langdregin. Einnig leiddi það til refsiþyngingar yfir Thomasi að hann hafi aðhafst margt til þess að reyna að leyna broti sínu og fyrir dómi gerði hann tilraun til þess að varpa sök á skipsfélaga sinn, Nikolaj Olsen. Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti sér engar málsbætur. Dómurinn segir jafnframt að Thomas hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á því misræmi sem var í framburði hans hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Honum tókst því ekki að færa sönnur fyrir því að frásögn hans í skýrslutöku hafi frábrugðin frásögn hans fyrir dómi vegna þrýstings frá lögreglu og leiðandi spurninga. Thomas var einnig sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi Dómurinn yfir Thomasi Møller er einn sá þyngsti sem fallið hefur í Hérðasdómi á Íslandi. Ef Thomas ákveður að áfrýja dóminum á efra dómstig og hann yrði staðfestur þar, þá væri sá dómur næst þyngsti endanlegi dómur sem fallið hefur hér á landi. Áfrýjunarfrestur héraðsdómsins er fjórar vikur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því í janúar og hefur gæsluvarðhald yfir honum verið framlengt til 15. desember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19 Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45 Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Birnumálið mögulega eitt af fyrstu málunum sem fer fyrir Landsrétt Verði það raunin gæti þurft að taka allar vitnaleiðslur fyrir aftur. 29. september 2017 14:19
Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Thomas Møller Olsen var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Samningur á milli Norðurlandanna gerir það að verkum að hann muni að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi. 29. september 2017 18:45
Thomas fékk þyngri dóm fyrir að varpa sök á skipsfélaga sinn Árás grænlenska skipverjans var hrottafengin og langdregin auk þess sem hann reyndi að afvegaleiða lögreglu við rannsóknina. 29. september 2017 16:18
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30