Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 06:00 Vegleg afmælisveisla var haldin til heiðurs Hanyie í sumar að viðstöddu fjölmenni. vísir/laufey björnsdóttir Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni. Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni.
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34