Enski boltinn

De Boer veit ekki hvort hann stýrir næsta leik Crystal Palace

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank De Boer hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Crystal Palace.
Frank De Boer hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Crystal Palace. Vísir/Getty
Frank de Boer viðurkennir að hann veit ekki hvort hann verði við stjórnvölinn hjá Crystal Palace þegar liðið mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Undir stjóri De Boer hefur Crystal Palace hvorki unnið leik né skorað mark í fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Þetta er versta byrjun nokkurs félags í efstu deild á Englandi síðan 1924.

Palace tapaði í gær fyrir Burnley, 1-0, þrátt fyrir að hafa spilað ágætlega í leiknum.

„Ég veit það ekki. Ég einbeiti mér bara að því sem ég get stjórnað og ég mun hugsa um Southampton frá og með deginum í dag,“ sagði hann í samtali við enska fjölmiðla.

„Aðrir mega hafa sínar skoðanir en á meðan ég er enn knattspyrnustjóri Crystal Palace mun ég gefa allt mitt í starfið. Frammistaðan í leiknum var ágætur byrjunarpunktur og við sýndum hvað við getum gert. Það gerir mig vongóðan fyrir framtíðina.“

Steve Parish er stjórnarformaður Crystal Palace og virðist ákveðinn í að gefa De Boer meiri tíma. Hann hefur beðið alla hjá félaginu og stuðningsmenn um að standa saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×