Þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson munu allir fá kveðjuleik með íslenska landsliðinu þegar liðið leikur tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í lok næsta mánaðar.
Þetta kemur fram á vef Rúv í dag en allir hættu þeir að spila með landsliðinu á síðasta ári eftir langan og farsælan feril í bláa búningnum.
Allir voru þeir í liði Íslands sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 sem og í bronsliðinu á EM 2010 í Austurríki. Þremenningarnir fóru á meira en tíu stórmót hver með íslenska landsliðinu.
Leikið verður við Svía dagana 26. og 28. október.
Silfurdrengir fá kveðjuleik með landsliðinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn