Tíu laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2017 11:24 Núna á síðustu metrunum af laxveiðitímabilinu eru tíu ár komnar yfir 1000 laxa og alla vega tvær sem eru á þröskuldinum við markið. Laxá á Ásum var að detta yfir 1000 laxa og er þá komin í hóp með Ytri Rangá, Miðfjarðará, Þverá/Kjarrá, Norðurá, Blöndu, Langá, Haffjarðará og Grímsá/Tungná. Þar rétt fyrir aftan eru Selá í Vopnafirði sem á nokkra tugi í að ná 1000 löxum og Norðlingafljót sem var með 893 laxa í bók á miðvikudaginn í síðustu viku og síðan hefur veiðin verið ágæt. Það er nokkuð líklegt að hún fari yfir 1000 laxa næstu daga. Árnar sem eru þar næstar á lista gætu komist nærri en þar má til dæmis nefna Elliðaárnar en þar voru komnir 855 laxar á land í síðustu viku en það eru of fáir dagar eftir til að skjóta að því að hún nái 1000 löxum. Veiðin í Elliðaánum hefur engu að síður verið góð í sumar miðað við árið í fyrra sem gaf 675 laxa. Þær laxveiðiár sem fóru yfir 1000 laxa í fyrra en ná því ekki í ár að öllu óbreyttu eru Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Laxá í Dölum og Haukadalsá. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði
Núna á síðustu metrunum af laxveiðitímabilinu eru tíu ár komnar yfir 1000 laxa og alla vega tvær sem eru á þröskuldinum við markið. Laxá á Ásum var að detta yfir 1000 laxa og er þá komin í hóp með Ytri Rangá, Miðfjarðará, Þverá/Kjarrá, Norðurá, Blöndu, Langá, Haffjarðará og Grímsá/Tungná. Þar rétt fyrir aftan eru Selá í Vopnafirði sem á nokkra tugi í að ná 1000 löxum og Norðlingafljót sem var með 893 laxa í bók á miðvikudaginn í síðustu viku og síðan hefur veiðin verið ágæt. Það er nokkuð líklegt að hún fari yfir 1000 laxa næstu daga. Árnar sem eru þar næstar á lista gætu komist nærri en þar má til dæmis nefna Elliðaárnar en þar voru komnir 855 laxar á land í síðustu viku en það eru of fáir dagar eftir til að skjóta að því að hún nái 1000 löxum. Veiðin í Elliðaánum hefur engu að síður verið góð í sumar miðað við árið í fyrra sem gaf 675 laxa. Þær laxveiðiár sem fóru yfir 1000 laxa í fyrra en ná því ekki í ár að öllu óbreyttu eru Laxá í Aðaldal, Víðidalsá, Laxá í Dölum og Haukadalsá.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði