Enski boltinn

Coutinho gæti spilað gegn Sevilla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var létt yfir Coutinho á æfingu fyrir helgi.
Það var létt yfir Coutinho á æfingu fyrir helgi. Vísir/Getty
Philippe Coutinho gæti komið við sögu þegar Liverpool mætir Sevilla í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á heimasíðu Liverpool.

Coutinho sneri aftur til Liverpool eftir landsleikjafríið þar sem hann kom tvívegis við sögu sem varamaður í liði Brasilíu. Hann var ekki í hópi liðsins sem steinlá fyrir Mancehster City um helgina, 5-0.

Brasilíumaðurinn var sagður vilja fara frá Liverpool í sumar og til Barcelona sem gerði þrjú tilboð í hann. Öllum var hafnað.

Opinbera skýringin þó á fjarveru Coutinho í upphafi leiktíðar var bakmeiðsli. Hann er nú leikfær á nýjan leik.

„Okkur fannst best að gefa honum 3-4 daga af alvöru æfingum og svo kemur hann til greina hjá okkur, sem eru frábærar fréttir. Phil er frábær leikmaður og vonandi getum við notað hann eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir

Svona var gluggadagurinn

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.

Heavy metallinn hljómar áfram á Anfield

Liverpool hefur farið vel af stað á þriðja tímabilinu undir stjórn Jürgens Klopp. Þjóðverjinn er í miklum metum á Anfield og honum er treyst fyrir því að koma Liverpool aftur í hóp þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×