Enski boltinn

Átti Ritchie að fá rautt eins og Mane?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sadio Mane fékk rautt fyrir þetta.
Sadio Mane fékk rautt fyrir þetta. Vísiri/Getty
Eitt helsta umræðuefnið eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er rauða spjaldið sem Sadio Mane fékk í leik Manchester City og Liverpool á laugardag.

Mane fékk rautt í stöðunni 1-0 fyrir City en án hans fékk Liverpool fjögur mörk á sig til viðbótar og tapaði 5-0.

Ákvörðun Jon Moss dómara að reka hann af velli var umdeild en Dermot Gallagher, fyrrum dómari og sérfræðingur Sky Sports, telur að ákvörðunin hafi verið rétt.

Degi síðar gerðist svipað atvik þegar Matt Ritchie, leikmaður Newcastle, fór með löppina hátt upp í baráttu um boltann við Alfie Mawson, varnarmann Swansea. Ritchie fékk áminningu hjá dómaranum Mike Jones.

Gallagher segir ákvörðun Jones um að sleppa Ritchie með gult spjald hafi verið afar slæm. Bæði atvikin má sjá hér fyrir neðan.

Swansea - Newcastle (atvik eftir 1.30 mínútur)
Man City - Liverpool (atvik eftir 0.45 mínútur)

Tengdar fréttir

Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×