Bíó og sjónvarp

Vel yfir sjö þúsund manns séð Undir trénu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi fer með eitt af aðalhlutverkunum.
Steindi fer með eitt af aðalhlutverkunum. Brynjar Snær
Undir trénu er í öðru sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina, en um helgina sáu hana 5,040 manns og alls 7,502 með forsýningum. Þetta kemur fram á vefsíðunni Klapptré.

Um er að ræða mjög góða opnun á íslenskri kvikmynd og á pari við Vonarstræti (2014 – 7.671 manns á opnunarhelgi) og Ég man þig (2017 – 7,728 manns á opnunarhelgi) en nokkuð fyrir neðan Eiðinn (2016 – 8,861 manns á opnunarhelgi).

Þessar þrjár myndir hafa allar náð hátt að fimmtíu þúsund gesta heildaraðsókn og gæti Undir trénu náð þeim árangri.

Hér að neðan má sjá nýjustu tölur frá Klapptré.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×