Volkswagen skiptir út Touran og Golf Sportsvan með nýjum bíl Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2017 10:21 Volkswagen I.D. Crozz II Concept tilraunabíllinn verður að VW Variosport. Á bílasýningunni í Frankfurt tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið ætli að skipta út bílunum Touran og Golf Sportsvan fyrir nýjan bíl sem er smávaxinn fjölnotabíll sem kallaður er Variosport. Hann ber mikinn svip af I.D. Crozz II Concept bílnum sem Volkswagen hefur áður sýnt. Volkswagen segir að markaður fyrir fjölnotabíla hafi veikst mjög á undanförnum árum og vill einfalda bílaúrval sitt í þeim flokki. Þessi nýi fjölnotabíll verður með coupe-lagi og því mun sportlegri en bæði Touran og Golf Sportsvan og ætti að höfða meira til fjöldans, en hvorki Touran og Golf Sportsvan hafa þótt sérlega fallegir bílar. Rými er fyrir þriðju sætaröðina í þessum nýja bíl og því getur hann flutt 7 manns. Ekki er gert ráð fyrir rennihurðum á nýja bílnum, heldur venjulegum hurðum. Talsvert verður lagt í innréttingu Variosport og líklega verða snúningsstólar í annarri sætaröð. Bíllinn mun fá glerþak. Gert er ráð fyrir því að Variosport fái mild hybrid drifkerfi auk 1,5 og 2,0 lítra brunavéla með forþjöppum. Einnig yrði tengiltvinnútgáfa bílsins í boði. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent
Á bílasýningunni í Frankfurt tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið ætli að skipta út bílunum Touran og Golf Sportsvan fyrir nýjan bíl sem er smávaxinn fjölnotabíll sem kallaður er Variosport. Hann ber mikinn svip af I.D. Crozz II Concept bílnum sem Volkswagen hefur áður sýnt. Volkswagen segir að markaður fyrir fjölnotabíla hafi veikst mjög á undanförnum árum og vill einfalda bílaúrval sitt í þeim flokki. Þessi nýi fjölnotabíll verður með coupe-lagi og því mun sportlegri en bæði Touran og Golf Sportsvan og ætti að höfða meira til fjöldans, en hvorki Touran og Golf Sportsvan hafa þótt sérlega fallegir bílar. Rými er fyrir þriðju sætaröðina í þessum nýja bíl og því getur hann flutt 7 manns. Ekki er gert ráð fyrir rennihurðum á nýja bílnum, heldur venjulegum hurðum. Talsvert verður lagt í innréttingu Variosport og líklega verða snúningsstólar í annarri sætaröð. Bíllinn mun fá glerþak. Gert er ráð fyrir því að Variosport fái mild hybrid drifkerfi auk 1,5 og 2,0 lítra brunavéla með forþjöppum. Einnig yrði tengiltvinnútgáfa bílsins í boði.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent