Hafnfirðingar krefjast áframhaldandi framkvæmda við Reykjanesbraut Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2017 08:16 Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni. Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni.
Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira