Continental kynnir snjalldekk Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 09:46 Continental Contisense dekkið háþróaða. Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent
Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent