BMW Z5 tryllir lýðinn í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 12:58 Nýr BMW Z5 er alls ekki slæmur fyrir augað. BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
BMW er fyrirferðarmikið á bílasýningunni í Frankfurt og einn margra bíla sem BMW sýnir nú er hinn tilvonandi Z5 bíll, þó ekki sé víst að bíllinn fái það endanlega nafn. BMW ætlar að hefja sölu á þessum nýja sportbíl á næsta ári, en hann var þróaður í samstarfi við Toyota. Útfærsla Toyota á honum gæti fullt eins fengið nafnið Supra, en það verður bara að koma í ljós eins og í tilfelli BMW. Bíllinn sem sést hér á myndinni er með blæju úr mjúku efni en ekki stáli eins og forverinn og léttir það bílinn umtalsvert. Í yfirbyggingu bílsins er notað talsvert af koltrefjum og svo virðist sem BMW sé mjög umhugað að hafa bílinn sem léttastan. BMW hefur ekki látið uppi hvaða vélar verða í boði, en víst er að það eru aðeins bensínvélar, en heyrst hefur að bjóðast muni að auki tengiltvinnútgáfa og að hún verði fjórhjóladrifin.Bíllinn dró að sér áhugasama gesti í Frankfurt.Alveg viðunandi baksvipur.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent