Hvíta húsið vill að sjónvarpskona verði rekin fyrir ummæli um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 16:15 Hill (2. t.v.) ásamt félögum sínum í SportsCenter á ESPN. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012 Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012
Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira