Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 16:34 Benedikt: Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra. „Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar,“ segir Benedikt Sveinsson fjárfestir í yfirlýsingu vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Tilkynningin barst frá póstfangi Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu Benedikts og móður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.Vísir greindi frá því nú fyrir skömmu að Benedikt hafi ábyrgst Hjalta Sigurjón í umsókn hans um uppreist æru. Benedikt sendi frá sér yfirlýsinguna nú fyrir nokkrum mínútum þar sem hann segist, í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu að hann vilji biðja þá sem um sárt eiga að binda afsökunar á því að hafa „ljáð honum atbeina um uppreist æru.“ Benedikt segir að Hjalti hafi um tíma verið tengdur kunningjafólki þeirra hjóna frá skólaárunum. „Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar.“ Sjá má yfirlýsinguna í heild hér neðar en Benedikt tekur fram að hann muni ekki veita fjölmiðlum viðtal vegna málsins. „Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, afsökunar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um uppreist æru. Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar. Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar. Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra. Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar. Benedikt Sveinsson Ég mun ekki veita fjölmiðlum viðtöl vegna málsins.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
„Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar,“ segir Benedikt Sveinsson fjárfestir í yfirlýsingu vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Tilkynningin barst frá póstfangi Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu Benedikts og móður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.Vísir greindi frá því nú fyrir skömmu að Benedikt hafi ábyrgst Hjalta Sigurjón í umsókn hans um uppreist æru. Benedikt sendi frá sér yfirlýsinguna nú fyrir nokkrum mínútum þar sem hann segist, í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu að hann vilji biðja þá sem um sárt eiga að binda afsökunar á því að hafa „ljáð honum atbeina um uppreist æru.“ Benedikt segir að Hjalti hafi um tíma verið tengdur kunningjafólki þeirra hjóna frá skólaárunum. „Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar.“ Sjá má yfirlýsinguna í heild hér neðar en Benedikt tekur fram að hann muni ekki veita fjölmiðlum viðtal vegna málsins. „Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, afsökunar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um uppreist æru. Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar. Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar. Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra. Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar. Benedikt Sveinsson Ég mun ekki veita fjölmiðlum viðtöl vegna málsins.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45