Að fá góðar hugmyndir og láta þær verða að veruleika Ritstjórn skrifar 14. september 2017 19:15 Hörður og Daníel Mynd/Rakel Tómas Daníel og Hörður, Hörður og Daníel. Fagurkerar fram í fingurgóma, mennirnir á bak við margar af bestu auglýsingaherferðum landsins og eru stöðugt að bæta við sig blómum. Verslunin Akkúrat, sem var verið að opna við Aðalstræti, fatalína, húsgögn og þannig mætti lengi telja. Kynnumst þeim Daníel Frey Atlasyni og Herði Kristbjörnssyni og fáum að vita meira.Hvað eru Döðlur?Döðlur er fyrst og fremst hugmynda- og hönnunarhús, það má segja að við séum þverfaglegt stúdíó í sinni þverustu mynd. Við hönnum, ljósmyndum (höfum t.d. myndað flestar auglýsingaherferðir 66°N síðustu 10 ár), leikstýrum, höfum hannað vörumerki jafnt sem hótel, stóla, borð, buxur eða bústað. Við höfðum áður unnið á auglýsingastofum og náð okkur í mikilvæga reynslu og smá orðspor og fannst tímabært að prófa eitthvað nýtt.Hvernig hafa Döðlur þróast í gegnum árin og hvert stefnið þið?Upprunalega voru Döðlur hugsaðar til að ná utan um verkefnin sem við vorum að vinna fyrir hina ýmsu kúnna og auglýsingastofur. Við þróuðumst mjög fljótt í að vera með fasta kúnna eins og t.d. Bláa Lónið og fjölda annarra verkefna sem voru jafn fjölbreytt og þau voru mörg í auglýsingum og hönnun. Þetta þróaðist tiltölulega fljótt út í það að þarna vorum við allt í einu búnir að skapa umhverfi og fyrirtæki sem leyfði okkur að láta drauma og hugmyndir verða að veruleika sem við köllum Döðlur by Döðlur. Fötin sem okkur langaði til að hanna og ganga í. Húsgögnin sem okkur langaði alltaf að búa til og hótelin sem okkur langaði til að hanga á. Í framtíðarsýn okkar er þessi þverfagleiki, ekki annaðhvort eða – hvort þú sért fatamerki eða auglýsingastofa. Þetta á allt að tala saman og sprettur af sömu grundvallarhugsuninni – að fá góðar hugmyndir og láta þær verða að veruleika.Mynd: Kjartan HreinssonHvaðan kemur innblásturinn?Flestar okkar bestu hugmyndir hafa orðið til yfir tvíhleyputilboði í Pylsuvagninum í Laugardal. Áreynslulaust umhverfi.Hvernig er tengingin við tískuheiminn? Við fílum tísku. Svo einfalt er það. Margar af skemmtilegustu hugmyndum samtímans eru úr tískuheiminum. Elísabet konan hans Harðar er svo tískuhönnuður og annar stofnenda merkisins Alvara. Hún hefur hjálpað okkur töluvert í þessu ferli og gefið „input“ og saumað sumar flíkurnar. Ætli það sé ekki svona nærtækasta tengingin.Hver hannar?Til að byrja með erum við að vinna með frekar einföld element. Frekar að blanda saman hlutum sem eiga kannski ekki að vera saman eins og að gera „sweater“ úr leðri eða svartan „plast“-poka úr leðri sem tösku. Í haust og vetur erum við að fara að flækja hlutina aðeins en þá fáum við eflaust einhverja flinka klæðskera og hönnuði til að vinna með okkur.Hver er sagan á bak við lógóið sem er svona áberandi á flíkunum?Þetta tákn fyrir Döðlur by Döðlur er búið til í Word98 og er einfaldlega nýr stafur – það má bera hann fram sem „öð“.Mynd/Kjartan HreinssonAf hverju ákváðuð þið að fara út í húsgagnahönnun?Við höfum alltaf viljað miða okkur við miklu klárara lið en við erum. Þannig að þegar við fórum að hanna hótel horfðum við til stóru skandinavísku hönnuðanna frá miðri síðustu öld. T.d. fyrir Oddsson hostel, þar sem við hönnuðum allt frá kojum yfir í ljós og stóla yfir í bari og borð, er stór partur af þessari miklu umfjöllun sem staðurinn hefur fengið erlendis út af því að hönnunin var tekin alla leið. Í þessum verkefnum verða til hlutir á teikniborðinu sem passa kannski ekki verkefninu og því er að koma frá okkur lítil en metnaðarfull lína af húsgögnum.Af hverju að opna verslun (Ákkurat) og hvernig er hún frábrugðin öðrum hönnunarverslunum?Við vorum ekki að fara að opna verslun – Sigrún Guðný vinkona kom til okkar og spurði okkur hvort við vildum opna með henni verslun fyrir hönnun. Fyrir okkur var þetta eins og ef Eiður Smári hefði spurt okkur hvort við vildum koma með honum í fótbolta eða Ragnar Kjartansson hefði spurt hvort hann mætti mála af okkur nektarmynd. Þannig að þetta var mjög auðveld ákvörðun. Okkar stærsta og mikilvægasta leiðarljós í Döðlum hefur alltaf verið að búa til grundvöll fyrir samstarf. Að leiða saman krafta sem flestra til að búa til betri hluti. Akkúrat var og er fullkomið samstarf. Okkur finnst ýmsar gerðir samstarfs mjög spennandi og viljum helst ekki gera hlutina einir. Til dæmis unnum við með Stáss Arkitektum að Oddsson hostel. Verslunin er að einhverju leyti frábrugðin þannig að hún einskorðast við hönnun og vörur frá norrænu löndunum og er eins konar „showcase“ á því helsta sem er í gangi hverju sinni. Annað sem okkur finnst vera mjög mikilvægt að komi fram er að verslunin er ekki hugsuð í samkeppni við neinn annan. Í okkar huga erum við að draga fram og setja á stall þá hönnun og vörur sem framleiddar eru á Íslandi til að þess að vekja áhuga. Sigrún Guðný mun að mestu stýra Akkúrat – við komum inn með okkar hönnun og okkar smekk. Hvaðan koma Döðlur og hverjir eru mennirnir? Nafnið Döðlur kemur úr nöfnum þeirra, Daníel og Hörður = Döðlur.Daníel Freyr Atlason, 40 ára, og Hörður Kristbjörnsson, 38 ára. Daníel er úr vesturbæ Kópavogs og útskrifaðist úr „Advertising“ frá London College of Printing árið 2002. Er núna þriggja barna faðir á Seltjarnarnesi, giftur hinni stórkostlegu Emblu Ýr Guðmundsdóttur.Hörður er úr Hlíðunum og er grafískur hönnuður frá LHÍ. Á nú von á sínu fyrsta barni með Elísabetu – Hörður og Elísabet eru mjög hamingjusöm. Báðir neyddust þeir til að setja tappann í flöskuna fyrir nokkrum árum til að geta einbeitt sér betur að því að stofna fjölskyldu og fyrirtæki. Saman unnu þeir hjá Íslensku auglýsingastofunni og Jónsson & Leʼmacs við mjög gott orðspor. Döðlur eru mest áberandi á Instagram. Viðtalið birtist fyrst í júlí/ágúst tölublaði íslenska Glamour. Tryggðu þér áskrift hér. Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Íbúð Alexander McQueen sett á sölu Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Geimfarar Chanel: Cara og Lily-Rose Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour
Daníel og Hörður, Hörður og Daníel. Fagurkerar fram í fingurgóma, mennirnir á bak við margar af bestu auglýsingaherferðum landsins og eru stöðugt að bæta við sig blómum. Verslunin Akkúrat, sem var verið að opna við Aðalstræti, fatalína, húsgögn og þannig mætti lengi telja. Kynnumst þeim Daníel Frey Atlasyni og Herði Kristbjörnssyni og fáum að vita meira.Hvað eru Döðlur?Döðlur er fyrst og fremst hugmynda- og hönnunarhús, það má segja að við séum þverfaglegt stúdíó í sinni þverustu mynd. Við hönnum, ljósmyndum (höfum t.d. myndað flestar auglýsingaherferðir 66°N síðustu 10 ár), leikstýrum, höfum hannað vörumerki jafnt sem hótel, stóla, borð, buxur eða bústað. Við höfðum áður unnið á auglýsingastofum og náð okkur í mikilvæga reynslu og smá orðspor og fannst tímabært að prófa eitthvað nýtt.Hvernig hafa Döðlur þróast í gegnum árin og hvert stefnið þið?Upprunalega voru Döðlur hugsaðar til að ná utan um verkefnin sem við vorum að vinna fyrir hina ýmsu kúnna og auglýsingastofur. Við þróuðumst mjög fljótt í að vera með fasta kúnna eins og t.d. Bláa Lónið og fjölda annarra verkefna sem voru jafn fjölbreytt og þau voru mörg í auglýsingum og hönnun. Þetta þróaðist tiltölulega fljótt út í það að þarna vorum við allt í einu búnir að skapa umhverfi og fyrirtæki sem leyfði okkur að láta drauma og hugmyndir verða að veruleika sem við köllum Döðlur by Döðlur. Fötin sem okkur langaði til að hanna og ganga í. Húsgögnin sem okkur langaði alltaf að búa til og hótelin sem okkur langaði til að hanga á. Í framtíðarsýn okkar er þessi þverfagleiki, ekki annaðhvort eða – hvort þú sért fatamerki eða auglýsingastofa. Þetta á allt að tala saman og sprettur af sömu grundvallarhugsuninni – að fá góðar hugmyndir og láta þær verða að veruleika.Mynd: Kjartan HreinssonHvaðan kemur innblásturinn?Flestar okkar bestu hugmyndir hafa orðið til yfir tvíhleyputilboði í Pylsuvagninum í Laugardal. Áreynslulaust umhverfi.Hvernig er tengingin við tískuheiminn? Við fílum tísku. Svo einfalt er það. Margar af skemmtilegustu hugmyndum samtímans eru úr tískuheiminum. Elísabet konan hans Harðar er svo tískuhönnuður og annar stofnenda merkisins Alvara. Hún hefur hjálpað okkur töluvert í þessu ferli og gefið „input“ og saumað sumar flíkurnar. Ætli það sé ekki svona nærtækasta tengingin.Hver hannar?Til að byrja með erum við að vinna með frekar einföld element. Frekar að blanda saman hlutum sem eiga kannski ekki að vera saman eins og að gera „sweater“ úr leðri eða svartan „plast“-poka úr leðri sem tösku. Í haust og vetur erum við að fara að flækja hlutina aðeins en þá fáum við eflaust einhverja flinka klæðskera og hönnuði til að vinna með okkur.Hver er sagan á bak við lógóið sem er svona áberandi á flíkunum?Þetta tákn fyrir Döðlur by Döðlur er búið til í Word98 og er einfaldlega nýr stafur – það má bera hann fram sem „öð“.Mynd/Kjartan HreinssonAf hverju ákváðuð þið að fara út í húsgagnahönnun?Við höfum alltaf viljað miða okkur við miklu klárara lið en við erum. Þannig að þegar við fórum að hanna hótel horfðum við til stóru skandinavísku hönnuðanna frá miðri síðustu öld. T.d. fyrir Oddsson hostel, þar sem við hönnuðum allt frá kojum yfir í ljós og stóla yfir í bari og borð, er stór partur af þessari miklu umfjöllun sem staðurinn hefur fengið erlendis út af því að hönnunin var tekin alla leið. Í þessum verkefnum verða til hlutir á teikniborðinu sem passa kannski ekki verkefninu og því er að koma frá okkur lítil en metnaðarfull lína af húsgögnum.Af hverju að opna verslun (Ákkurat) og hvernig er hún frábrugðin öðrum hönnunarverslunum?Við vorum ekki að fara að opna verslun – Sigrún Guðný vinkona kom til okkar og spurði okkur hvort við vildum opna með henni verslun fyrir hönnun. Fyrir okkur var þetta eins og ef Eiður Smári hefði spurt okkur hvort við vildum koma með honum í fótbolta eða Ragnar Kjartansson hefði spurt hvort hann mætti mála af okkur nektarmynd. Þannig að þetta var mjög auðveld ákvörðun. Okkar stærsta og mikilvægasta leiðarljós í Döðlum hefur alltaf verið að búa til grundvöll fyrir samstarf. Að leiða saman krafta sem flestra til að búa til betri hluti. Akkúrat var og er fullkomið samstarf. Okkur finnst ýmsar gerðir samstarfs mjög spennandi og viljum helst ekki gera hlutina einir. Til dæmis unnum við með Stáss Arkitektum að Oddsson hostel. Verslunin er að einhverju leyti frábrugðin þannig að hún einskorðast við hönnun og vörur frá norrænu löndunum og er eins konar „showcase“ á því helsta sem er í gangi hverju sinni. Annað sem okkur finnst vera mjög mikilvægt að komi fram er að verslunin er ekki hugsuð í samkeppni við neinn annan. Í okkar huga erum við að draga fram og setja á stall þá hönnun og vörur sem framleiddar eru á Íslandi til að þess að vekja áhuga. Sigrún Guðný mun að mestu stýra Akkúrat – við komum inn með okkar hönnun og okkar smekk. Hvaðan koma Döðlur og hverjir eru mennirnir? Nafnið Döðlur kemur úr nöfnum þeirra, Daníel og Hörður = Döðlur.Daníel Freyr Atlason, 40 ára, og Hörður Kristbjörnsson, 38 ára. Daníel er úr vesturbæ Kópavogs og útskrifaðist úr „Advertising“ frá London College of Printing árið 2002. Er núna þriggja barna faðir á Seltjarnarnesi, giftur hinni stórkostlegu Emblu Ýr Guðmundsdóttur.Hörður er úr Hlíðunum og er grafískur hönnuður frá LHÍ. Á nú von á sínu fyrsta barni með Elísabetu – Hörður og Elísabet eru mjög hamingjusöm. Báðir neyddust þeir til að setja tappann í flöskuna fyrir nokkrum árum til að geta einbeitt sér betur að því að stofna fjölskyldu og fyrirtæki. Saman unnu þeir hjá Íslensku auglýsingastofunni og Jónsson & Leʼmacs við mjög gott orðspor. Döðlur eru mest áberandi á Instagram. Viðtalið birtist fyrst í júlí/ágúst tölublaði íslenska Glamour. Tryggðu þér áskrift hér.
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Hátíðarfarðanir sem munu slá í gegn Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour Sjöundi áratugurinn áberandi á tískupöllunum Glamour Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Íbúð Alexander McQueen sett á sölu Glamour Kate Moss dansar í tónlistarmyndbandi fyrir Elvis Glamour Geimfarar Chanel: Cara og Lily-Rose Glamour H&M með nýja makeup línu Glamour