Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Sé fólk haldið vanlíðan eða sjálfsvígshugsunum er meðal annars hægt að hringja í símanúmerið 1717. vísir/valli Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira