Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. september 2017 07:00 Af ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudaginn. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
„Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06