Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. september 2017 07:00 Af ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudaginn. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
„Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06