EQA rafmagnsbíll Benz frumsýndur í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 09:08 Mercedes Benz EQA hugmyndabíllinn. Mercedes-Benz kynnti hugmyndabíl á bílasýningunni í Frankfurt í gær sem ber nafnið EQA og er hreinn rafbíll sem kemst 400 km á fullri hleðslu. Bíllinn er framúrstefnulegur í hönnun og 5 dyra stallbakur. EQA er með tvo rafmótora sem framleiða samtals 200 kW af hreinu afli til hjólanna. Mercedes-Benz kynnti vörumerkið EQ á bílasýningunni í París í fyrrahaust en það nær yfir alla rafbíla þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz EQA hugmyndabíllinn mun koma á markað árið 2020 og verður þá annar bíllinn í röðinni af 10 hreinum rafbílum sem Mercedes-Benz mun kynna á næstu 5 árum. EQA fylgir í fótspor fjórhjóladrifna sportjeppans Generation EQ sem kynntur var í París í fyrra og kemur á markað árið 2019. Plug-in Hybrid bílar Mercedes-Benz verða einnig framleiddir undir merkjum EQ. Mercedes-Benz hefur ákveðið að fjárfesta af miklum þunga í rafbílum og rafhlöðutækni. Í byggingu er 55 milljarða króna risarafhlöðuverksmiðja Mercedes-Benz í Þýskalandi. Þá er unnið hörðum höndum að því að lækka verð á rafhlöðum enn frekar. Talið er að framleiðslukostnaðurinn á rafhlöðum verði innan tveggja ára aðeins 10% af því sem hann var árið 2012. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Mercedes-Benz kynnti hugmyndabíl á bílasýningunni í Frankfurt í gær sem ber nafnið EQA og er hreinn rafbíll sem kemst 400 km á fullri hleðslu. Bíllinn er framúrstefnulegur í hönnun og 5 dyra stallbakur. EQA er með tvo rafmótora sem framleiða samtals 200 kW af hreinu afli til hjólanna. Mercedes-Benz kynnti vörumerkið EQ á bílasýningunni í París í fyrrahaust en það nær yfir alla rafbíla þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz EQA hugmyndabíllinn mun koma á markað árið 2020 og verður þá annar bíllinn í röðinni af 10 hreinum rafbílum sem Mercedes-Benz mun kynna á næstu 5 árum. EQA fylgir í fótspor fjórhjóladrifna sportjeppans Generation EQ sem kynntur var í París í fyrra og kemur á markað árið 2019. Plug-in Hybrid bílar Mercedes-Benz verða einnig framleiddir undir merkjum EQ. Mercedes-Benz hefur ákveðið að fjárfesta af miklum þunga í rafbílum og rafhlöðutækni. Í byggingu er 55 milljarða króna risarafhlöðuverksmiðja Mercedes-Benz í Þýskalandi. Þá er unnið hörðum höndum að því að lækka verð á rafhlöðum enn frekar. Talið er að framleiðslukostnaðurinn á rafhlöðum verði innan tveggja ára aðeins 10% af því sem hann var árið 2012.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent