Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 11:25 Ísland enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Heimspressan sparar sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. Birtir hún jafnan mynd af forsætisráðherranum, Bjarna Benediktssyni, með fregnum sínum af málinu. Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira