Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 11:45 Það kom bæði Birgi Ármannssyni og Ásmundi Friðrikssyni í opna skjöldu að ríkisstjórnin skyldi springa. Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. Það kom þeim báðum í opna skjöldu að Björt framtíð skyldi ákveða að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar fregna af því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Samráðherrar og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn fréttu af þessu í fjölmiðlum í gær og felst trúnaðarbresturinn í því að mati Bjartrar framtíðar að ráðherrarnir héldu þessu leyndu. „Ég var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Hann átti ekki von á því að málið myndi sprengja ríkisstjórnina þó hann hefði vissulega skynjað þunga vegna þess.Segir erfitt fyrir Bjarta framtíð að standast þetta „Ég átti alls ekki von á þessu en það var bara ekki samstaða hjá Bjartri framtíð um þetta ríkisstjórnarsamstarf. Þau voru með þungan málaflokk, eru lítill flokkur og ekki með mikið bakland þannig að það er erfitt að standast þetta.“ Ásmundur segist telja að þingið eigi að axla ábyrgð og mynda ríkisstjórn. Sjálfur vill hann fara í ríkisstjórn með Vinstri grænum en slík stjórn næði þó ekki meirihluta á þingi, hefði 31 þingmann, 10 þingmenn Vinstri grænna og 21 þingmann Sjálfstæðisflokksins. Það þyrfti því alltaf þriðja flokkinn með. Þá kveðst Ásmundur hafa stutt Bjarna frá því að hann settist á þing. Birgir segir það mikil vonbrigði að stjórnin sé fallin. Það hafi komið honum á óvart að Björt framtíð hafi kosið að slíta samstarfinu með þessum hætti. „Undir öllum kringumstæðum hefði ég talið rétt að menn ræddu nú saman af yfirvegun áður en að ríkisstjórnarflokkur tekur svona ákvörðun í bráðræði,“ segir Birgir í samtali við Vísi.Lítur ekki svo á að Sigríður hafi brotið trúnaðHver er þín afstaða til þess sem Björt framtíð kallar trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar? „Það verður auðvitað að horfa til þess að þegar dómsmálaráðherra og forsætisráðherra verða þess áskynja að málin eru með þessum hætti að þá er þegar mál sem varðar upplýsingar um þessi efni komið til úrskurðarnefndar upplýsingamála þannig að það er ekki óeðlilegt að þau hafi þurft að bíða þar til að sú niðurstaða lægi fyrir.“En finnst þér þá í ljósi þess, því nú lítur dómsmálaráðuneytið svo á að þessi gögn séu trúnaðarupplýsingar, eðlilegt að dómsmálaráðherra miðli slíkum upplýsingum til forsætisráðherra þegar hann tengist málinu beint? „Staða forsætisráðherra sem höfuð ríkisstjórnarinnar er auðvitað mjög sérstök en það er ekki að mínu mati trúnaðarbrot þó að dómsmálaráðherra upplýsi hann einan um stöðu af þessu tagi.“ Birgir vill ekki svara því hvort að hann vilji að boðað verði til kosninga þar sem þessa stundina séu menn að ræða innan flokksins hvernig eigi að bregðast við stöðunni. Þá kveðst hann bera fullt traust til Bjarna og finnst ekki að hann þurfi að segja af sér. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. Það kom þeim báðum í opna skjöldu að Björt framtíð skyldi ákveða að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar fregna af því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Samráðherrar og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn fréttu af þessu í fjölmiðlum í gær og felst trúnaðarbresturinn í því að mati Bjartrar framtíðar að ráðherrarnir héldu þessu leyndu. „Ég var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Hann átti ekki von á því að málið myndi sprengja ríkisstjórnina þó hann hefði vissulega skynjað þunga vegna þess.Segir erfitt fyrir Bjarta framtíð að standast þetta „Ég átti alls ekki von á þessu en það var bara ekki samstaða hjá Bjartri framtíð um þetta ríkisstjórnarsamstarf. Þau voru með þungan málaflokk, eru lítill flokkur og ekki með mikið bakland þannig að það er erfitt að standast þetta.“ Ásmundur segist telja að þingið eigi að axla ábyrgð og mynda ríkisstjórn. Sjálfur vill hann fara í ríkisstjórn með Vinstri grænum en slík stjórn næði þó ekki meirihluta á þingi, hefði 31 þingmann, 10 þingmenn Vinstri grænna og 21 þingmann Sjálfstæðisflokksins. Það þyrfti því alltaf þriðja flokkinn með. Þá kveðst Ásmundur hafa stutt Bjarna frá því að hann settist á þing. Birgir segir það mikil vonbrigði að stjórnin sé fallin. Það hafi komið honum á óvart að Björt framtíð hafi kosið að slíta samstarfinu með þessum hætti. „Undir öllum kringumstæðum hefði ég talið rétt að menn ræddu nú saman af yfirvegun áður en að ríkisstjórnarflokkur tekur svona ákvörðun í bráðræði,“ segir Birgir í samtali við Vísi.Lítur ekki svo á að Sigríður hafi brotið trúnaðHver er þín afstaða til þess sem Björt framtíð kallar trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar? „Það verður auðvitað að horfa til þess að þegar dómsmálaráðherra og forsætisráðherra verða þess áskynja að málin eru með þessum hætti að þá er þegar mál sem varðar upplýsingar um þessi efni komið til úrskurðarnefndar upplýsingamála þannig að það er ekki óeðlilegt að þau hafi þurft að bíða þar til að sú niðurstaða lægi fyrir.“En finnst þér þá í ljósi þess, því nú lítur dómsmálaráðuneytið svo á að þessi gögn séu trúnaðarupplýsingar, eðlilegt að dómsmálaráðherra miðli slíkum upplýsingum til forsætisráðherra þegar hann tengist málinu beint? „Staða forsætisráðherra sem höfuð ríkisstjórnarinnar er auðvitað mjög sérstök en það er ekki að mínu mati trúnaðarbrot þó að dómsmálaráðherra upplýsi hann einan um stöðu af þessu tagi.“ Birgir vill ekki svara því hvort að hann vilji að boðað verði til kosninga þar sem þessa stundina séu menn að ræða innan flokksins hvernig eigi að bregðast við stöðunni. Þá kveðst hann bera fullt traust til Bjarna og finnst ekki að hann þurfi að segja af sér.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07
Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03