Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 11:57 Frá þingflokksfundi Pírata í morgun. Vísir/Anton Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. Þau segja að ganga þurfi til kosninga eins fljótt og auðið er en áður en það gerist þurfi að samþykkja nýja stjórnarskrá. „Opinberun á valdníðslu gagnvart þolendum kynferðisofbeldis hefur haft djúpstæð áhrif á okkur öll. Framganga Bergs Þórs Ingólfssonar sem og annarra aðstandenda og þolenda kynferðisbrota er birtingarmynd þess hvernig einstaklingar geta haft áhrif og breytt samfélaginu. Við dáumst að hugrekki og heilindum þeirra sem stigið hafa fram,“ segir í tilkynningu frá flokknum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp.Almenningur vilji nýja stjórnarskrá „Þetta sýnir að almenningur ræður og almenningur, fyrir fimm árum síðan, valdi nýja stjórnarskrá.“ Þau segja að svara þurfi ákalli almennings og forseta og samþykkja nýja stjórnarskrá. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur með framgöngu sinni sýnt fram á að hann er óstjórntækur. Þingflokkur Pírata skorar því á alla aðra flokka á Alþingi að verða við þessu ákalli, sem og ákalli forseta Íslands við þingsetningu, og samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið og gengið til kosninga sem þarf að verða eins fljótt og auðið er.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaþingflokksformaður flokksins sagði í samtali við Vísi í morgun að flokkurinn vilji fyrst athuga möguleikann á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn áður en þing verði rofið og gengið til kosninga. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn 15. september 2017 09:14 Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. Þau segja að ganga þurfi til kosninga eins fljótt og auðið er en áður en það gerist þurfi að samþykkja nýja stjórnarskrá. „Opinberun á valdníðslu gagnvart þolendum kynferðisofbeldis hefur haft djúpstæð áhrif á okkur öll. Framganga Bergs Þórs Ingólfssonar sem og annarra aðstandenda og þolenda kynferðisbrota er birtingarmynd þess hvernig einstaklingar geta haft áhrif og breytt samfélaginu. Við dáumst að hugrekki og heilindum þeirra sem stigið hafa fram,“ segir í tilkynningu frá flokknum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp.Almenningur vilji nýja stjórnarskrá „Þetta sýnir að almenningur ræður og almenningur, fyrir fimm árum síðan, valdi nýja stjórnarskrá.“ Þau segja að svara þurfi ákalli almennings og forseta og samþykkja nýja stjórnarskrá. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur með framgöngu sinni sýnt fram á að hann er óstjórntækur. Þingflokkur Pírata skorar því á alla aðra flokka á Alþingi að verða við þessu ákalli, sem og ákalli forseta Íslands við þingsetningu, og samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið og gengið til kosninga sem þarf að verða eins fljótt og auðið er.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaþingflokksformaður flokksins sagði í samtali við Vísi í morgun að flokkurinn vilji fyrst athuga möguleikann á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn áður en þing verði rofið og gengið til kosninga.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn 15. september 2017 09:14 Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Píratar vilja ekki rjúka í kosningar Píratar eru ekki tilbúnir að taka ákvörðun tafarlaust um hvort ganga eigi til kosninga eða hvort láta eigi reyna á minnihlutastjórn eða fimm flokka stjórn 15. september 2017 09:14
Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07
Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56