Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 12:42 Frá þingflokksfundi Framsóknarflokksins í morgun. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45
Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29
Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57