„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 12:44 Bjarni Benediktsson þegar hann gekk til þingflokksfundar í Valhöll í morgun. Vísir/Vilhelm „Það hefur oft verið sótt að Bjarna, og mjög harkalega, en Bjarni hefur staðið af sér allar þessar lotu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hann var spurður hvort hann ætti von á breytingum í forystu flokkanna á þingi ef gengið yrði til kosninga. Baldur sagðist ekki eiga von á því í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum, en sagði Bjarna þó hingað til hafa staðið margt af sér.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls. Menn hafa oft talið Bjarna af en ættu ekki að gera það í dag,“ sagði Baldur. Rætt var við Baldur vegna þeirrar stöðu sem er upp komin í stjórnmálum á Íslandi eftir að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Flestir flokkanna á þingi hafa kallað eftir kosningum, en ekki er vitað hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill á meðan Píratar vilja hinkra og sjá hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmBenedikt ekki algjörlega afdráttarlaus Baldur sagði ljóst að boltinn sé hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Spurningin sé hvað hann velji, að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eða boða til kosninga. Baldur sagði nokkuð erfitt fyrir Bjarna að mynda ríkisstjórn, sérstaklega í ljósi þess að þingflokkur Viðreisnar hefur talað um að best sé að kjósa á ný sem fyrst. „Benedikt (Jóhannesson formaður Viðreisnar) hefur ekki verið algjörlega afdráttarlaus, en það er talað um að best sé að kjósa. Það er kannski einhver glufa þarna, til dæmi að Framsóknarflokkurinn komi inn í þessa stjórn, eða styðji minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Líklega yrði það líklegasta val Bjarna en við þurfum að athuga að það er langt á milli Viðreisnar og Framsóknarflokksins. Það þarf að brúa þar heilmikið bil,“ sagði Baldur en við stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra útilokað Viðreisn að vinna með Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðarFrá þingflokksfundi Pírata í morgun.Vísir/AntonBaldur sagði Bjarna síðan geta farið á Bessastaði og óskað lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hefð er fyrir því á Íslandi að forsetinn verði við slíkri bón og þá gætu kosningar til Alþingis farið fram í lok október eða byrjun nóvember, fari svo.Pírtar óttast mögulega fylgistap Spurður út í afstöðu Pírata að vilja hinkra og sjá til hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn, sagði Baldur að þetta hefði verið afstaða Pírata við stjórnarmyndunarviðræðurnar, að þeir gætu myndað stjórn en að það vantaði upp á samningsvilja hjá einstaka flokkum. Píratar unnu stóran kosningasigur í síðustu kosningum og sagði Baldur að þeir gætu óttast að missa fylgi. „Og kannski ekki sjálfgefið að þeir haldi sterkri stöðu eftir kosningar.“Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 að ekki væri mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga, og því annað hljóð komið í Pírata en í morgun þegar þeir vildu freista þess að mynda ríkisstjórn. Baldur sagði augljóst að það verður erfitt að mynda ríkisstjórn og líklega yrði það erfitt jafnvel eftir aðrar kosningar. Það gætu hins vegar komið skýrari línur til hægri eða vinstri og svo sé ekkert sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn komi illa út úr kosningum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
„Það hefur oft verið sótt að Bjarna, og mjög harkalega, en Bjarni hefur staðið af sér allar þessar lotu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hann var spurður hvort hann ætti von á breytingum í forystu flokkanna á þingi ef gengið yrði til kosninga. Baldur sagðist ekki eiga von á því í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum, en sagði Bjarna þó hingað til hafa staðið margt af sér.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls. Menn hafa oft talið Bjarna af en ættu ekki að gera það í dag,“ sagði Baldur. Rætt var við Baldur vegna þeirrar stöðu sem er upp komin í stjórnmálum á Íslandi eftir að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Flestir flokkanna á þingi hafa kallað eftir kosningum, en ekki er vitað hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill á meðan Píratar vilja hinkra og sjá hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmBenedikt ekki algjörlega afdráttarlaus Baldur sagði ljóst að boltinn sé hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Spurningin sé hvað hann velji, að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eða boða til kosninga. Baldur sagði nokkuð erfitt fyrir Bjarna að mynda ríkisstjórn, sérstaklega í ljósi þess að þingflokkur Viðreisnar hefur talað um að best sé að kjósa á ný sem fyrst. „Benedikt (Jóhannesson formaður Viðreisnar) hefur ekki verið algjörlega afdráttarlaus, en það er talað um að best sé að kjósa. Það er kannski einhver glufa þarna, til dæmi að Framsóknarflokkurinn komi inn í þessa stjórn, eða styðji minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Líklega yrði það líklegasta val Bjarna en við þurfum að athuga að það er langt á milli Viðreisnar og Framsóknarflokksins. Það þarf að brúa þar heilmikið bil,“ sagði Baldur en við stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra útilokað Viðreisn að vinna með Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðarFrá þingflokksfundi Pírata í morgun.Vísir/AntonBaldur sagði Bjarna síðan geta farið á Bessastaði og óskað lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hefð er fyrir því á Íslandi að forsetinn verði við slíkri bón og þá gætu kosningar til Alþingis farið fram í lok október eða byrjun nóvember, fari svo.Pírtar óttast mögulega fylgistap Spurður út í afstöðu Pírata að vilja hinkra og sjá til hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn, sagði Baldur að þetta hefði verið afstaða Pírata við stjórnarmyndunarviðræðurnar, að þeir gætu myndað stjórn en að það vantaði upp á samningsvilja hjá einstaka flokkum. Píratar unnu stóran kosningasigur í síðustu kosningum og sagði Baldur að þeir gætu óttast að missa fylgi. „Og kannski ekki sjálfgefið að þeir haldi sterkri stöðu eftir kosningar.“Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 að ekki væri mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga, og því annað hljóð komið í Pírata en í morgun þegar þeir vildu freista þess að mynda ríkisstjórn. Baldur sagði augljóst að það verður erfitt að mynda ríkisstjórn og líklega yrði það erfitt jafnvel eftir aðrar kosningar. Það gætu hins vegar komið skýrari línur til hægri eða vinstri og svo sé ekkert sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn komi illa út úr kosningum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17
Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41
Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16