Segir handahófskennd vinnubrögð Sigríðar siðferðilega ámælisverð Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 14:47 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm „Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44