Sigríður Andersen segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir hæfisnefndinni Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 16:03 Dómsmálaráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms fyrst og síðast áfellisdóm yfir hæfisnefndinni. visir/vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03