Sigríður Andersen segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir hæfisnefndinni Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 16:03 Dómsmálaráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms fyrst og síðast áfellisdóm yfir hæfisnefndinni. visir/vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu sem var kynnt í dag í héraðsdómi, í Landsdómsmálinu. „Það fyrsta sem blasir við í þessu máli er að öllum kröfum stefnanda hefur verið hafnað. Aðalkröfunni var vísað frá sem var um ógildingu skipunarinnar. Ríkið er sýknað bæði af skaðabótakröfunni og miskakröfunni,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.Áfellisdómur yfir hæfisnefndinni Vísir birt frétt um niðurstöðuna í málinu undir fyrirsögninni, „Sigríður braut lög“ en ráðherra telur þá framsetningu villandi án þess að hún vilji gera það sem slíkt að einhverju aðalatriði máls. Það sem ég er hugsi yfir, og blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar. Í dómnum er bent á að talið sé brot gegn „dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar að hafa ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna. Rökstuðningur hafi verið „óljós“ og heildstæður samanburður á umsækjendum hafi ekki farið fram. Ekki verði því fullyrt að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í Landsrétt,“ svo vitnað sé í tilkynningu Jóhannesar Karls Sveinssonar sem er lögmaður Ástráðs Haraldssonar, annars kæranda málsins.Annmarkar sagðir á störfum nefndarinnar Ástráður ætlar að áfrýja þeim þætti málsins sem snýr að því að skaðabótakröfu hans er vísað frá. „Þá gerir hann það bara,“ segir Sigríður en staldrar ekki við það atriði. „Það sem ég er hugsi yfir, og það sem blasir við, er að þessi dómur er áfellisdómur yfir störfum hæfisnefndarinnar.“ Sigríður segir að það hafi alltaf verið tilgangur sinn að finna þá hæfustu við skipan dómara við Landsrétt. Og þarna standi hnífurinn í kúnni, það sem hinn nýfallni dómur telur ámælisvert er í því þar sem hún byggir á niðurstöðu og vinnu hæfnisnefndarinnar. Þetta segir ráðherra mikilvægt atriði. „Dómurinn gagnrýnir vissulega mín vinnubrögð en það eru sömu annmarkar og sagðir eru á störfum nefndarinnar. Enda byggði ég mína niðurstöðu á hennar vinnu. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu, frá mínum bæjardyrum séð. Fallist er á að ég hafi lagt málefnalegt sjónarmið til grundvallar minni niðurstöðu. Ég er umfram allt sátt við það að öllum kröfum stefnanda hafi verið hafnað í þessu máli.“ Sigríður vísar sérstaklega til 6. kafla dómsins, þar sem nánar er í saumana á því sem hún vísar til. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um störf nefndarinnar.Þvergirðingur formanns nefndarinnar Sigríði segir að sér hafi ekki gengið annað til en fjölga þeim sem voru í hópi hæfustu einstaklinganna. Og kröfu kærenda hafi verið vísað frá vegna þess að þeim tókst ekki að sanna að þeir hafi orðið fyrir skaða né að þeim hafi tekist að sýna fram á að þeir væru meðal fimmtán hæfustu. Sigríður segir að dómurinn segi að hún hefði átt að fá aðra niðurstöðu, vandarari, en það sé hægara um að tala en í að komast. „Ég var búin að ræða við formann nefndarinnar og skýra út mín sjónarmið. Hann var mér ekki sammála. Þá var auðvitað tómt mál að óska eftir nýrri niðurstöðu. Það lá fyrir að nefndin ætlað að halda sig við þetta. Uppúr stendur að dómurinn er áfellisdómur yfir hæfisnefndinni og ég er mjög hugsi yfir því.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Sigríður Andersen braut lög Dómsmálaráðherra braut lög við skipun Landsréttardómara. 15. september 2017 14:03