Bjarni um aðkomu föður síns að máli Hjalta: „Það var mér áfall að heyra af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 16:48 Bjarni í Valhöll í dag. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54
Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59