Bjarni ræddi ekki við Pírata Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 17:20 Birgitta á leið á þingflokksfundi Pírata í morgun. vísir/anton brink Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni en að boða til kosninga vegna þess að enginn flokkur á Alþingi var tilbúinn til þess að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún segir jafnframt að Bjarni Benediktsson hafi ekki rætt við þingflokk Pírata um mögulegt stjórnarsamstarf en Píratar hafa tíu þingmenn. „Það er náttúrulega ekkert annað í stöðunni. Það vildi enginn fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn enda er hann ekki stjórntækur eins og hann er núna,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. „Ég hjó eftir því að hann sagðist hafa talað við formenn allra flokka en hann hefur náttúrulega aldrei litið á Pírata sem flokk, sem eru ákveðin meðmæli.“ „Ég vona að þetta dragist ekki eins og síðast og ég vona að Bjarni veiti ekki starfsstjórn forystu.“Sýni mátt fólksins „Það eru ánægjulegar fréttir. Ég var úti á Austurvelli til að sýna brotaþolum í þessum málum stuðning og þar kom einmmitt fram að það munu vera mótmæli á laugardagsmorgnum til að krefjast stjórnarskrárbreyitnga,“ segir Birgitta en efnt var til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan fjögur undir yfirskriftinni „Mótmælum þöggun og yfirhylmingu Sjálfstæðisflokksins!“ Píratar sögðust fyrr í dag vilja að breytingar á stjórnarskrá nái í gegn áður en þing verður rofið og segir Birgitta að mörg þau vandamál sem upp hafi komið í samfélaginu upp á síðkastið væru úr sögunni með breyttri stjórnarskrá. „Það þarf tvö þing til að ná í gegn breytingum. Þannig að við erum allavega að koma þessu til þjóðarinnar og hætta að láta eins og þetta skipti ekki máli. Ef við værum með þessa nýju stjórnarskrá þá væri mikið af þessum vandamálum ekki til staðar.“ Hún segir að við taki grasrótarstarf innan Pírata. Mikil vinna hafi verið unnin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor og muni hún nýtast til að undirbúa þingkosningar. „Þessir atburðir sem hafa verið núna að gerast eru bara vitnisburður um hvað fólk getur gert.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að ekkert annað hafi verið í stöðunni en að boða til kosninga vegna þess að enginn flokkur á Alþingi var tilbúinn til þess að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hún segir jafnframt að Bjarni Benediktsson hafi ekki rætt við þingflokk Pírata um mögulegt stjórnarsamstarf en Píratar hafa tíu þingmenn. „Það er náttúrulega ekkert annað í stöðunni. Það vildi enginn fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn enda er hann ekki stjórntækur eins og hann er núna,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. „Ég hjó eftir því að hann sagðist hafa talað við formenn allra flokka en hann hefur náttúrulega aldrei litið á Pírata sem flokk, sem eru ákveðin meðmæli.“ „Ég vona að þetta dragist ekki eins og síðast og ég vona að Bjarni veiti ekki starfsstjórn forystu.“Sýni mátt fólksins „Það eru ánægjulegar fréttir. Ég var úti á Austurvelli til að sýna brotaþolum í þessum málum stuðning og þar kom einmmitt fram að það munu vera mótmæli á laugardagsmorgnum til að krefjast stjórnarskrárbreyitnga,“ segir Birgitta en efnt var til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan fjögur undir yfirskriftinni „Mótmælum þöggun og yfirhylmingu Sjálfstæðisflokksins!“ Píratar sögðust fyrr í dag vilja að breytingar á stjórnarskrá nái í gegn áður en þing verður rofið og segir Birgitta að mörg þau vandamál sem upp hafi komið í samfélaginu upp á síðkastið væru úr sögunni með breyttri stjórnarskrá. „Það þarf tvö þing til að ná í gegn breytingum. Þannig að við erum allavega að koma þessu til þjóðarinnar og hætta að láta eins og þetta skipti ekki máli. Ef við værum með þessa nýju stjórnarskrá þá væri mikið af þessum vandamálum ekki til staðar.“ Hún segir að við taki grasrótarstarf innan Pírata. Mikil vinna hafi verið unnin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor og muni hún nýtast til að undirbúa þingkosningar. „Þessir atburðir sem hafa verið núna að gerast eru bara vitnisburður um hvað fólk getur gert.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54
Bjarni fundar með forsetanum á morgun Forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan ellefu á morgun. 15. september 2017 17:02
Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59