Formaður Samfylkingarinnar: Sjálfstæðisflokkurinn stígi til hliðar fram að kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 17:36 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að Alþingi sýni kjark fyrir börn í neyð. Vísir/Stefán Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira