Viðreisn vill forsætisráðherra og dómsmálaráðherra burt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 17:52 Viðreisn telur að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, sé ekki sætt í ríkisstjórn. vísir/ernir Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27
Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21