Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segir að ákvörðun föður hans hafi valdið sér vonbrigðum. vísir/ernir Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira