Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segir að ákvörðun föður hans hafi valdið sér vonbrigðum. vísir/ernir Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira