Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segir að ákvörðun föður hans hafi valdið sér vonbrigðum. vísir/ernir Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira