Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. september 2017 06:00 Kristín Hauksdóttir og Helga Gylfadóttir, starfsmenn Ljósmyndasafns Reykjavíkur, koma Leirfinni fyrir á safninu. vísir/anton brink Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Almenningi gefst nú í fyrsta sinn kostur á að berja hinn goðsagnakennda Leirfinn augum. Þessi fræga stytta verður til sýnis á Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hefur styttuna að láni frá Þjóðskjalasafni Íslands í tilefni af ljósmyndasýningu Jacks Letham, Mál 214. Leirstyttan var mótuð strax á upphafsdögum rannsóknar Geirfinnsmálsins. „Það var listakona hér í bænum sem tók sig til og mótaði höfuð mannsins í leir með aðstoð þessara sjónarvotta,“ sagði Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík á blaðamannafundi sem haldinn var sléttri viku eftir hvarf Geirfinns. Valtýr vísaði þar til manns sem kom í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember og fékk að hringja þar. Grunur lék á að hann hefði hringt í Geirfinn sem átti stefnumót í Hafnarbúðinni á sama tíma. Það hefur hins vegar alltaf þótt sérstakt að lykilvitnið í Hafnarbúðinni kom ekki að gerð styttunnar. „Mér er minnisstætt að ég sýndi henni þetta leirhöfuð þegar það var fullmótað og þá sagði hún mér að þetta væri ekki líkt manninum,“ sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum frá 1997. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að sýna styttuna. Svo tóku ábendingar að streyma til lögreglu úr flestum landshlutum, og allur þungi rannsóknarinnar fór í að finna þennan dularfulla mann. Mörgum þótti styttan líkjast Magnúsi Leópoldssyni og þær kenningar að unnið hafi verið eftir mynd af honum hafa lifað góðu lífi alla tíð. Enda fóru sögusagnir um aðild Magnúsar og svokallaðra Klúbbmanna að hvarfinu að heyrast víðar í samfélaginu, strax á þessum fyrstu dögum eftir hvarfið. Þær sögur drógu mikinn dilk á eftir sér og ollu því að málið varð hápólitískt og ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar stóð á barmi hengiflugs vegna málsins. Löngu síðar voru Erla Bolladóttir, Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmd fyrir meinsæri, með því að hafa borið rangar sakir á Magnús og aðra Klúbbmenn. Til eru skýrslur manns sem gerði tilkall til að vera Leirfinnur, en sá átti leið til Keflavíkur og fékk að hringja í sjoppu. Hann var í leðurjakka áþekkum þeim sem vitni sögðu Leirfinn hafa verið í. Vitnin í Hafnarbúðinni fengu þó ekki að sjá þennan umrædda mann. Í dómi Hæstaréttar var miðað við að Kristján eða Sævar hefðu fengið að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld í nóvember 1974. Það aftekur lykilvitnið í Hafnarbúðinni hins vegar enda þekkti hún þá báða í sjón og hefði getað sparað leirlistakonunni ómakið, ef um þá hefði verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum