Björt framtíð verður með í starfsstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 17:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir ráðherra flokksins ætla að sitja í starfsstjórn fram að kosningum. Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.Munu axla ábyrgð á ráðuneytunum Óttarr ræddi stöðuna eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að hann myndi sjálfur, ásamt Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, sitja í starfsstjórn fram að kosningum, sem líklega fara fram 4. nóvember. „Forsetinn hefur farið fram á að við sitjum í starfsstjórn, ég reikna með að við gerum það og öxlum ábyrgð á því að okkar ráðuneyti verði ekki höfuðlaus fram að því að ný ríkisstjórn er mynduð.” Aðspurður sagði Óttar að það yrði skrýtin tilfinning að sitja í starfsstjórn eftir að hafa gert tilraun til að láta samstarfið ganga upp, sem gekk að endingu ekki eins og kunnugt er. Hann sagði bæði sig og Björt hafa haft gaman að því að sitja í sínum embættum. Þá sagði hann þátttöku í starfsstjórn vera að beiðni forsetans og gerða til að halda stjórnskipulega hefð.Engin kosningabandalög í spilunum á þessu stigi Óttarr sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag með Viðreisn fyrir komandi kosningar eins og fyrir kosningarnar í fyrra, allt sé á fyrstu metrunum.Hvernig meturðu stöðu Bjartrar framtíðar núna? „Miðað við söguna þá er saga flokksins alltaf upp og niður, fram og til baka,“ sagði Óttar. „En við erum ánægð með okkur sjálf þótt að við séum í skrýtinni stöðu að slíta ríkisstjórn,“ sagði Óttar en bætti við að það hefði verið gert af prinsippástæðum og að Björt framtíð gengi hress til kosninga. Þá setur flokkurinn sig ekki upp á móti kosningadeginum 4. nóvember.En mun Björt framtíð starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum?„Ég get ekki sagt annað en að í dag sé það skrýtin tilhugsun.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Framsókn gengur tvíefld til kosninga Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. 16. september 2017 15:25
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Gefur ekki skýr svör um aðkomu Viðreisnar að starfsstjórn fyrr en eftir helgi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði flokkinn fara vel stemmdan inn í kosningarnar en hefði viljað vita af því að Björt framtíð hygðist slíta stjórnarsamstarfinu. 16. september 2017 16:36
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26
Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata sammála um að Sjálfstæðisflokkur þurfi að endurskoða kúltúr sinn. 16. september 2017 13:20