Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 13:09 Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir þá staðreynd að einn umsagnaraðila þvertekur fyrir að hafa skrifað umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, vegna umsóknar hans um uppreist æru, afhjúpa hversu fáránlegt verklagið og framkvæmdin hafi verið við afgreiðslu þessara mála undanfarna áratugi. Þetta sagði Sigríður í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en þar minntist hún á frétt Vísis um málið þar sem kemur fram að ýmislegt bendi til þess að átt hafi verið við umsagnarbréf Hjalta. Í frétt Vísis kemur fram að einn umsagnaraðilanna, Sveinn Matthíasson, kannist við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum. Í þættinum sagðist Sigríður hafa fengið eitt slíkt mál inn á borð til sín sem varðaði umsókn um uppreist æru. „Það fyrsta sem ég gerði var að spyrja hvernig eru svona mál afgreidd. Þá var mér tjáð það að þetta hefði verið tveimur öðrum ráðherrum á undan mér mjög þungbært og að þeir hafi látið rannsaka þetta mörgum sinnum og fengið mörg minnisblöð í hausinn um það að þeir þyrftu að skrifa undir þetta, “ sagði Sigríður.„Hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?“ Hún sagðist ekki hafa látið segja sér það. „Ég spurði, og spurði nákvæmlega, hvernig eru þessi mál, til dæmis umsagnaraðilar, hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?,“ sagði Sigríður. Hún sagðist hafa bent á að þetta væru dæmdir glæpamenn, þó þeir hefðu vissulega tekið út sinn dóm og afplánun, og sumir fyrir skjalafals. „Ég fékk þau svör það hafi aldrei verið gert, heldur hafi þessum skjölum verið tekið eins og þau komu fyrir, og ekki nema þá að það hafi vakið athygli eins og ungur aldur umsagnaraðila. Ég spurði þá sérstaklega: Ungur aldur? Það er rétt. Hvað með háaldrað fólk? Hringir það einhverjum viðvörunarbjöllum? Þessar athugasemdir gerði ég.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar.visir/hari„Hann verður að eiga það við mig“ Með Sigríði í þættinum var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en Logi fór fram á að hún myndi víkja sem dómsmálaráðherra fyrir að hafa brotið trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði verið einn af umsagnaraðilum Hjalta, þegar trúnaður átti að ríkja um gögnin. Logi sagði Sigríði í mótsögn við sjálfa sig í þessu máli, henni hafi mögulega gengið gott til en misstígið sig og hennar eina úrræði sé að segja af sér. „Það er ótrúlegt að ráðherra brjóti þennan trúnað með því að segja formanni Sjálfstæðisflokksins frá þessu. Hún neitaði alþingismönnum í stjórnskipunar' og eftirlitsnefnd um gögn það er mjög alvarlegt mál og hún situr í umboði alþingis. Það er ekki öfugt. “ „Ég braut auðvitað engan trúnað nema mögulega gagnvart Benedikt,“ sagði Sigríður. Logi sagði það vera rétt að hún hefði brotið trúnað gagnvart föður Bjarna og hafi ekki heimild til þess. „Já, hann verður að eiga það við mig,“ sagði Sigríður um föður Bjarna.Misvísandi fregnir af aðkomu Bjarna Logi spurði Sigríði hvers vegna hún taldi Bjarna þurfa að vita að faðir hans væri einn af umsagnaraðilunum. Var það vegna þess að hann væri pólitískur samherji hennar, forsætisráðherra eða formaður Sjálfstæðisflokksins. „Segðu mér, af hverju þurfti Bjarni að vita þetta?“ spurði Logi. Sigríður sagði að uppi hefði verið allskonar misskilningur um að Bjarni hefði haft aðkomu málinu, misvísinda fréttir hefðu bent til þess að Bjarni hefði jafnvel skrifað undir meðmælabréf og haft þannig aðkomu að því, þess vegna hefði hún viljað vita hvort hann hefði haft aðkomu að því, en sú hafi ekki verið raunin.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilurunum hér fyrir neðan: Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir þá staðreynd að einn umsagnaraðila þvertekur fyrir að hafa skrifað umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, vegna umsóknar hans um uppreist æru, afhjúpa hversu fáránlegt verklagið og framkvæmdin hafi verið við afgreiðslu þessara mála undanfarna áratugi. Þetta sagði Sigríður í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en þar minntist hún á frétt Vísis um málið þar sem kemur fram að ýmislegt bendi til þess að átt hafi verið við umsagnarbréf Hjalta. Í frétt Vísis kemur fram að einn umsagnaraðilanna, Sveinn Matthíasson, kannist við að hafa skrifað undir bréf fyrir Hjalta en ekki í þeirri mynd sem því var skilað til ráðuneytisins og á allt öðrum forsendum. Í þættinum sagðist Sigríður hafa fengið eitt slíkt mál inn á borð til sín sem varðaði umsókn um uppreist æru. „Það fyrsta sem ég gerði var að spyrja hvernig eru svona mál afgreidd. Þá var mér tjáð það að þetta hefði verið tveimur öðrum ráðherrum á undan mér mjög þungbært og að þeir hafi látið rannsaka þetta mörgum sinnum og fengið mörg minnisblöð í hausinn um það að þeir þyrftu að skrifa undir þetta, “ sagði Sigríður.„Hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?“ Hún sagðist ekki hafa látið segja sér það. „Ég spurði, og spurði nákvæmlega, hvernig eru þessi mál, til dæmis umsagnaraðilar, hvernig er það vottað að þeir hafi yfir höfuð hafi skrifað bréfið?,“ sagði Sigríður. Hún sagðist hafa bent á að þetta væru dæmdir glæpamenn, þó þeir hefðu vissulega tekið út sinn dóm og afplánun, og sumir fyrir skjalafals. „Ég fékk þau svör það hafi aldrei verið gert, heldur hafi þessum skjölum verið tekið eins og þau komu fyrir, og ekki nema þá að það hafi vakið athygli eins og ungur aldur umsagnaraðila. Ég spurði þá sérstaklega: Ungur aldur? Það er rétt. Hvað með háaldrað fólk? Hringir það einhverjum viðvörunarbjöllum? Þessar athugasemdir gerði ég.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar.visir/hari„Hann verður að eiga það við mig“ Með Sigríði í þættinum var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, en Logi fór fram á að hún myndi víkja sem dómsmálaráðherra fyrir að hafa brotið trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði verið einn af umsagnaraðilum Hjalta, þegar trúnaður átti að ríkja um gögnin. Logi sagði Sigríði í mótsögn við sjálfa sig í þessu máli, henni hafi mögulega gengið gott til en misstígið sig og hennar eina úrræði sé að segja af sér. „Það er ótrúlegt að ráðherra brjóti þennan trúnað með því að segja formanni Sjálfstæðisflokksins frá þessu. Hún neitaði alþingismönnum í stjórnskipunar' og eftirlitsnefnd um gögn það er mjög alvarlegt mál og hún situr í umboði alþingis. Það er ekki öfugt. “ „Ég braut auðvitað engan trúnað nema mögulega gagnvart Benedikt,“ sagði Sigríður. Logi sagði það vera rétt að hún hefði brotið trúnað gagnvart föður Bjarna og hafi ekki heimild til þess. „Já, hann verður að eiga það við mig,“ sagði Sigríður um föður Bjarna.Misvísandi fregnir af aðkomu Bjarna Logi spurði Sigríði hvers vegna hún taldi Bjarna þurfa að vita að faðir hans væri einn af umsagnaraðilunum. Var það vegna þess að hann væri pólitískur samherji hennar, forsætisráðherra eða formaður Sjálfstæðisflokksins. „Segðu mér, af hverju þurfti Bjarni að vita þetta?“ spurði Logi. Sigríður sagði að uppi hefði verið allskonar misskilningur um að Bjarni hefði haft aðkomu málinu, misvísinda fréttir hefðu bent til þess að Bjarni hefði jafnvel skrifað undir meðmælabréf og haft þannig aðkomu að því, þess vegna hefði hún viljað vita hvort hann hefði haft aðkomu að því, en sú hafi ekki verið raunin.Hægt er að hlusta á umræðuna í spilurunum hér fyrir neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30