Ákærð fyrir ítrekaðar stórhættulegar líkamsárásir Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 06:00 Lögreglustöðin á Akureyri vísir/pjetur Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira