Segir Sigríði hafa stöðvað uppreist æru Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 23:03 Samráðherra og vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir hafa komið Sigríði Á. Andersen til varnar í dag. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis. Uppreist æru Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira
Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis.
Uppreist æru Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira