Varpaði ljósi á heimilisofbeldi í þakkarræðu sinni Ritstjórn skrifar 18. september 2017 09:45 Glamour/Getty Leikkonan, og forsíðurfyrirsæta júlí/ágústtölublaðs íslenska Glamour, Nicole Kidman vann Emmy verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Í þakkarræðu sinni fór Kidman mikinn og sagði verðlaunin varpa ljósi á heimilisofbeldi, afleiðingar þess og fórnarlömb. „Það er algengara en við leyfum okkur að horfast í augu við,“ sagði Kidman meðal annars sem og að hún þakkaði eiginmanni sínum, Keith Urban sem táraðist út í sal, og börnum. Í Big Little Lies leikur Kidman yfirstéttakonuna Celeste sem er fórnarlamb heimilisofbeldis og hafði þetta að segja um hlutverkið í forsíðuviðtali Glamour í sumar: „Ég fór mjög djúpt inn í karakterinn. Mig langaði að vera eins trú hlutverkinu og ég gat og dró það fram frá alls konar stöðum – og ég verð að segja að það var ansi yfirþyrmandi á köflum – og ágengt og truflandi og ég skammaðist mín stundum þegar ég fór heim á kvöldin. Oftast get ég slitið mig frá hlutverkinu en í þessu tilfelli var það erfitt. Það var greypt í mig.“ Þættirnir, sem eru meðal annars framleiddir af Kidman og Reese Witherspoon voru einkar sigursælir á hátíðinni en þeir voru sýndir á Stöð 2 í vor. "With this we shine a light on domestic abuse .. it exists far more than we allow ourselves to know." – Nicole Kidman, #Emmys winner. pic.twitter.com/1fs5WJZ1qs— Glamour (@glamourmag) September 18, 2017 Mest lesið Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Frank Ocean snýr aftur í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour
Leikkonan, og forsíðurfyrirsæta júlí/ágústtölublaðs íslenska Glamour, Nicole Kidman vann Emmy verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Í þakkarræðu sinni fór Kidman mikinn og sagði verðlaunin varpa ljósi á heimilisofbeldi, afleiðingar þess og fórnarlömb. „Það er algengara en við leyfum okkur að horfast í augu við,“ sagði Kidman meðal annars sem og að hún þakkaði eiginmanni sínum, Keith Urban sem táraðist út í sal, og börnum. Í Big Little Lies leikur Kidman yfirstéttakonuna Celeste sem er fórnarlamb heimilisofbeldis og hafði þetta að segja um hlutverkið í forsíðuviðtali Glamour í sumar: „Ég fór mjög djúpt inn í karakterinn. Mig langaði að vera eins trú hlutverkinu og ég gat og dró það fram frá alls konar stöðum – og ég verð að segja að það var ansi yfirþyrmandi á köflum – og ágengt og truflandi og ég skammaðist mín stundum þegar ég fór heim á kvöldin. Oftast get ég slitið mig frá hlutverkinu en í þessu tilfelli var það erfitt. Það var greypt í mig.“ Þættirnir, sem eru meðal annars framleiddir af Kidman og Reese Witherspoon voru einkar sigursælir á hátíðinni en þeir voru sýndir á Stöð 2 í vor. "With this we shine a light on domestic abuse .. it exists far more than we allow ourselves to know." – Nicole Kidman, #Emmys winner. pic.twitter.com/1fs5WJZ1qs— Glamour (@glamourmag) September 18, 2017
Mest lesið Förðunarmyndband: Einföld en fín förðun skref fyrir skref Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Beyoncé sem Nala í endurgerð Lion King Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Frank Ocean snýr aftur í nýrri auglýsingaherferð Calvin Klein Glamour