Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 19. september 2017 09:00 Svandís segir að ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum Sigríðar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00
Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52