Norðmönnum býðst fyrst allra EQC rafmagnsjeppi Benz Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2017 09:24 Mercedes Benz EQC rafmagnsjeppinn. Norðmönnum býðst nú, fyrst þjóða, að fyrirframpanta nýjan rafmagnsjeppa frá Mercedes Benz sem nefndur verður EQC. Það yrði alls ekki í fyrsta sinn sem norðmönnum býðst á undan öðrum þjóðum að tryggja sér fyrstu eintökin af nýjum og spennandi rafmagnsbílum. Noregur hefur feykimikla forystu á aðrar þjóðir hvað rafmagnsbílaeign varðar og bílaframleiðendur eru einkar viljugir að gefa norðmönnum forskot á sæluna. Mercedes Benz EQC er jeppi á stærð við Mercedes Benz GLC og hann mun komast 500 km á fullri rafhleðslu með sínar 70 kWh rafhlöður. EQC er með tvo 300 kW rafmótora og það dugar til að koma jeppanum á 100 km hraða á innan við 5 sekúndum. Norðmenn þurfa að fyrirframgreiða 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak af jeppanum. Enginn má panta fleiri en einn bíl og samkvæmt því virðist verulega góð eftirspurn eftir jeppanum. Audi opnaði fyrir pantanir á nýjum E-Tron Quattro jeppa sínum í apríl síðastliðnum og þar gafst norðmönnum líka fyrstum allra að panta eintök og greiða fyrirfram 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
Norðmönnum býðst nú, fyrst þjóða, að fyrirframpanta nýjan rafmagnsjeppa frá Mercedes Benz sem nefndur verður EQC. Það yrði alls ekki í fyrsta sinn sem norðmönnum býðst á undan öðrum þjóðum að tryggja sér fyrstu eintökin af nýjum og spennandi rafmagnsbílum. Noregur hefur feykimikla forystu á aðrar þjóðir hvað rafmagnsbílaeign varðar og bílaframleiðendur eru einkar viljugir að gefa norðmönnum forskot á sæluna. Mercedes Benz EQC er jeppi á stærð við Mercedes Benz GLC og hann mun komast 500 km á fullri rafhleðslu með sínar 70 kWh rafhlöður. EQC er með tvo 300 kW rafmótora og það dugar til að koma jeppanum á 100 km hraða á innan við 5 sekúndum. Norðmenn þurfa að fyrirframgreiða 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak af jeppanum. Enginn má panta fleiri en einn bíl og samkvæmt því virðist verulega góð eftirspurn eftir jeppanum. Audi opnaði fyrir pantanir á nýjum E-Tron Quattro jeppa sínum í apríl síðastliðnum og þar gafst norðmönnum líka fyrstum allra að panta eintök og greiða fyrirfram 20.000 norskar krónur til að tryggja sér eintak.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent