Ætla ekki að láta nýjustu könnunina rætast Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2017 10:50 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn ekki ætla að láta niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna rætast. Samfylkingin fengi samkvæmt henni þrjá menn kjörna á þing en bjartsýni ríkti þó á fundi flokksins í gær þar sem áherslur fyrir komandi kosningar voru ræddar. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundar í Gerðubergi í Reykjavík í gærkvöldi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að baráttuhugur hafi verið í mönnum á fundinum sem var óvenju fjölsóttur. „Þetta var mjög öflugur og stór fundur, 150 manns, og mikill baráttuhugur í okkur. Fundurinn er auðvitað bæði upptaktur í kosningabaráttunni fyrir Reykjavík og í framhaldi verið að kalla eftir sjónarmiðum um helstu áherslur og hvernig við veljum á lista.“Húsfyllir í Gerðubergi í Reykjavík á fundi Samfylkingarinnar um stjórnmálaástandið. Erum heldur betur til í þessar kosningar! pic.twitter.com/6ZD3zqDe8V— Samfylkingin (@Samfylkingin) September 18, 2017 Fyrirkomulag um val á listum ræðst fljótlegaLogi segir að fyrirkomulag á framboðslistum Samfylkingarinnar verði ákveðið á næstu klukkutímum eða dögum. Fulltrúaráð allra kjördæma taki ákvörðun um hvernig þau vilji haga vali á lista flokksins fyrir kosningarnar, þ.e. hvort stillt verði upp á lista eða blásið til prófkjörs. „Það er ekki tími til að vera eitthvað að velta sér upp úr hlutunum. Nú er bara að bretta upp ermar og henda sér í bátana,“ segir Logi.Niðurstöður nýjustu könnunar óásættanlegarAðspurður segir Logi að kosningabaráttan leggist ágætlega í sig. „Við erum auðvitað bara full bjartsýni en það þarf að hafa fyrir þessu, greinilega. Það sýna kannanir en við erum hvergi bangin og látum slag standa.“ Samfylkingin fengi rúm 5 prósent atkvæða og þrjá þingmenn væri gengið til Alþingiskosninga í dag samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Logi segir þessar niðurstöður óásættanlegar. „Það er engan veginn ásættanlegt og við ætlum ekki að láta þessa könnun rætast. Það er mjög mikilvægt að það sé öflugur jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og það mun svo bara koma í ljós.“Sjá einnig: Setur stefnu á félagshyggjustjórn eftir kosningar Ljóst er að Samfylkingin þarf að vinna öflugt starf nú í aðdraganda þingkosninga sem verða þann 28. október næstkomandi. „Við erum bjartsýn en auðvitað fullmeðvituð um að hver hönd skiptir máli núna,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Þetta kom fram á fundi flokksins í kvöld. 18. september 2017 23:15
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43