Krúttið á götunum Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2017 12:30 Fiat 500 er ferlega sætur bíll og skemmtilega hannaður. Einn best heppnaði smábíll síðustu ára er hin endurlífgaða Fiat 500 krúttbomba. Fiat framleiddi forvera hans og alnafna í tæplega 4 milljónum eintaka árin 1957 til 1975 og tók svo upp þráðinn árið 2007. Hann sló strax aftur í gegn aftur, enda fór þar skemmtilega hannaður bíll sem einmitt er í réttri stærð fyrir borgarumferðina í sunnanverðri Evrópu. Það má reyndar segja um umferðina svo til allsstaðar því allsstaðar er gott að vera á smáum bíl sem auðvelt er að koma fyrir og smokra sér áfram í. Fyrstu árin eftir upprisuna sáust ekki margir Fiat 500 bílar hérlendis, enda ekkert virkt umboð fyrir Fiat bíla þá. Nú er Ísband í Mosfellsbæ hinsvegar með umboðið fyrir Fiat Chrysler bíla og öll þau bílamerki sem því tilheyra.Farinn að sjást á götunum afturÍsband hefur einmitt verið með í boði Fiat 500 bílinn og því er hann farinn að sjást á götunum og vissulega gleður það augað. Fréttablaðið fékk um daginn afnot af einum slíkum bíl og það í lit sem hæfir þessum bílum svo vel, áberandi og nærbuxnaljósbláum lit sem klæddi hann einkar vel. Glaður bíll í glöðum lit. En ætli bílstjóri hans hafi verið eins glaður eftir prufu á gripnum? Jú, það er ekki nóg með að bíllinn líti skemmtilega út, hann er líka skemmtilegur í akstri og líklega myndi hann ekki seljast í viðlíka magni og svo væri ekki. Það sem meira er, það má fá Fiat 500 ári sprækan með nýrri og frábærri 0,9 lítra TwinAir vél sem er 105 hestöfl. Það eru ekki fá hestöfl fyrir svo lítinn og léttan bíl og með henni þýtur hann áfram eins og píla. Ekki sakaði að reynsluakstursbíllinn var með blæju og það skein sól í heiði. Þá er ekki slæmt á vera á blæjubíl þó svo sólardagarnir séu fleiri í Róm en í Reykjavík. Þetta jók á allan þann „hip og cool“-faktor sem fylgdi því að hafa þennan sæta bíl sem ferðafélaga einn sólardag eða svo. Held ég hafi hreinlega yngst um 30 ár á stundinni.Fá má Fiat 500 bæði með hörðum toppi og sem blæjubíl.Hægt að fá með svaka flottri innréttinguInnra útlit hans er svo til að setja punktinn yfir i-ið, en þar fer afar lífleg og flott hönnun. Það er meira segja hægt að fá Fiat 500 með svo flottri leðurinnréttingu að lúxusbílar svitna í samanburði. Með því er kominn einn laglegasti bíll sem greinarritari leit í sumar og voru þeir alls ekki fáir. Fiat 500 má fá með 69 lítra og 1,2 lítra vél frá 1.990.000 kr. nú á svokölluðum sláandi aflsætti Ísband í haust. Hann má fá með 105 hestafla vélinni frá 2.590.000 kr. og með ferlega fallegri innréttingu. Hvort tveggja vel boðið hjá Ísband fyrir ferlega skemmtilegan bíl. Full ástæða er að hvetja fólk sem hefur smekk fyrir fallegum bílum að skoða Fiat 500 í Mosfellsbænum. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent
Einn best heppnaði smábíll síðustu ára er hin endurlífgaða Fiat 500 krúttbomba. Fiat framleiddi forvera hans og alnafna í tæplega 4 milljónum eintaka árin 1957 til 1975 og tók svo upp þráðinn árið 2007. Hann sló strax aftur í gegn aftur, enda fór þar skemmtilega hannaður bíll sem einmitt er í réttri stærð fyrir borgarumferðina í sunnanverðri Evrópu. Það má reyndar segja um umferðina svo til allsstaðar því allsstaðar er gott að vera á smáum bíl sem auðvelt er að koma fyrir og smokra sér áfram í. Fyrstu árin eftir upprisuna sáust ekki margir Fiat 500 bílar hérlendis, enda ekkert virkt umboð fyrir Fiat bíla þá. Nú er Ísband í Mosfellsbæ hinsvegar með umboðið fyrir Fiat Chrysler bíla og öll þau bílamerki sem því tilheyra.Farinn að sjást á götunum afturÍsband hefur einmitt verið með í boði Fiat 500 bílinn og því er hann farinn að sjást á götunum og vissulega gleður það augað. Fréttablaðið fékk um daginn afnot af einum slíkum bíl og það í lit sem hæfir þessum bílum svo vel, áberandi og nærbuxnaljósbláum lit sem klæddi hann einkar vel. Glaður bíll í glöðum lit. En ætli bílstjóri hans hafi verið eins glaður eftir prufu á gripnum? Jú, það er ekki nóg með að bíllinn líti skemmtilega út, hann er líka skemmtilegur í akstri og líklega myndi hann ekki seljast í viðlíka magni og svo væri ekki. Það sem meira er, það má fá Fiat 500 ári sprækan með nýrri og frábærri 0,9 lítra TwinAir vél sem er 105 hestöfl. Það eru ekki fá hestöfl fyrir svo lítinn og léttan bíl og með henni þýtur hann áfram eins og píla. Ekki sakaði að reynsluakstursbíllinn var með blæju og það skein sól í heiði. Þá er ekki slæmt á vera á blæjubíl þó svo sólardagarnir séu fleiri í Róm en í Reykjavík. Þetta jók á allan þann „hip og cool“-faktor sem fylgdi því að hafa þennan sæta bíl sem ferðafélaga einn sólardag eða svo. Held ég hafi hreinlega yngst um 30 ár á stundinni.Fá má Fiat 500 bæði með hörðum toppi og sem blæjubíl.Hægt að fá með svaka flottri innréttinguInnra útlit hans er svo til að setja punktinn yfir i-ið, en þar fer afar lífleg og flott hönnun. Það er meira segja hægt að fá Fiat 500 með svo flottri leðurinnréttingu að lúxusbílar svitna í samanburði. Með því er kominn einn laglegasti bíll sem greinarritari leit í sumar og voru þeir alls ekki fáir. Fiat 500 má fá með 69 lítra og 1,2 lítra vél frá 1.990.000 kr. nú á svokölluðum sláandi aflsætti Ísband í haust. Hann má fá með 105 hestafla vélinni frá 2.590.000 kr. og með ferlega fallegri innréttingu. Hvort tveggja vel boðið hjá Ísband fyrir ferlega skemmtilegan bíl. Full ástæða er að hvetja fólk sem hefur smekk fyrir fallegum bílum að skoða Fiat 500 í Mosfellsbænum.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent