Þarf mjög sterk rök til að loka þinghaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 10:38 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira