Renault Koleos mættur til BL Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 15:30 Renault Koleos. BL frumsýndi í lok ágúst nýjan og rúmgóðan fjórhjóladrifinn fimm manna jeppling, Koleos sem er flaggskip Renault í þessum bílaflokki. Koleos situr á sama undirvagni og Nissan X-Trail og að mati helstu bílablaðanna á meginlandinu eru menn sammála um að bíllinn sé vel heppnaður vegna formfegurðar, þar sem sterkbyggð lögun, krómlistar, áberandi dagljósabúnaður og fleiri atriði leika stórt hlutverk til að skapa þá sterku nærveru sem bíllinn þykir hafa. Þá þykir einnig plássið gott í farþegarýminu, þægindin mikil fyrir farþega, bæði vegna rúmgóðra og vel hannaðra sæta og ekki síður tæknibúnaðar. Hjá BL er Koleos boðinn fjórhjóladrifinn á 17” álfelgum og er vélin tveggja lítra 177 hestafla dísill þar sem hægt er að velja um beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Zen er grunnútgáfa Koleos sem kostar 5.690 þúsundir króna, en dýrasta útgáfan, Inetial Paris, sem hlaðinn er miklum aukabúnaði, kostar 6.890 þúsundir króna. Þar með er ekki sagt að skorti á munaðinn í ódýrustu útgáfunni því þar er einnig ríkulegur búnaður. Mikill staðalbúnaður Ef nefna ætti fáin atriði um staðalbúnað Koleos gæti það verið virka neyðarhemlunarkerfið AEBS sem vinnur bæði í innan- og utanbæjarakstri, sjálfvirka læsingin á hurðum í akstri, loftrýstingsmælirinn í dekkjunum, akgreinavarinn, rafræna stöðugleikastýringin eða rafdrifna handbremsan. Einnig má nefna að tölvukerfi Koleos les á umferðarskilti og varar við of miklum hraða þegar það á við. Koleos er einnig búinn lyklalausu aðgengi, Start/stop ræsingu, þakbogum og öðru sem auka notagildi og þægindi ökumanns og farþega á akstri, meðal annars vegna R-Link margmiðlunarkerfisins sem stjórnað er á 7” tölvuskjá, íslensku leiðsögukerfis, upphituðu framrúðunnar og annars búnaðar sem algengast er að finna í talsvert dýrari bílum en Koleos. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent
BL frumsýndi í lok ágúst nýjan og rúmgóðan fjórhjóladrifinn fimm manna jeppling, Koleos sem er flaggskip Renault í þessum bílaflokki. Koleos situr á sama undirvagni og Nissan X-Trail og að mati helstu bílablaðanna á meginlandinu eru menn sammála um að bíllinn sé vel heppnaður vegna formfegurðar, þar sem sterkbyggð lögun, krómlistar, áberandi dagljósabúnaður og fleiri atriði leika stórt hlutverk til að skapa þá sterku nærveru sem bíllinn þykir hafa. Þá þykir einnig plássið gott í farþegarýminu, þægindin mikil fyrir farþega, bæði vegna rúmgóðra og vel hannaðra sæta og ekki síður tæknibúnaðar. Hjá BL er Koleos boðinn fjórhjóladrifinn á 17” álfelgum og er vélin tveggja lítra 177 hestafla dísill þar sem hægt er að velja um beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Zen er grunnútgáfa Koleos sem kostar 5.690 þúsundir króna, en dýrasta útgáfan, Inetial Paris, sem hlaðinn er miklum aukabúnaði, kostar 6.890 þúsundir króna. Þar með er ekki sagt að skorti á munaðinn í ódýrustu útgáfunni því þar er einnig ríkulegur búnaður. Mikill staðalbúnaður Ef nefna ætti fáin atriði um staðalbúnað Koleos gæti það verið virka neyðarhemlunarkerfið AEBS sem vinnur bæði í innan- og utanbæjarakstri, sjálfvirka læsingin á hurðum í akstri, loftrýstingsmælirinn í dekkjunum, akgreinavarinn, rafræna stöðugleikastýringin eða rafdrifna handbremsan. Einnig má nefna að tölvukerfi Koleos les á umferðarskilti og varar við of miklum hraða þegar það á við. Koleos er einnig búinn lyklalausu aðgengi, Start/stop ræsingu, þakbogum og öðru sem auka notagildi og þægindi ökumanns og farþega á akstri, meðal annars vegna R-Link margmiðlunarkerfisins sem stjórnað er á 7” tölvuskjá, íslensku leiðsögukerfis, upphituðu framrúðunnar og annars búnaðar sem algengast er að finna í talsvert dýrari bílum en Koleos.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent