Telur handtökuna í Polar Nanoq ólögmæta og rannsókn lögreglu ábótavant Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 17:15 Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, vísir/vilhelm Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar síðastliðinn, telur að handtakan um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar hafi verið ólögmæt og að ýmislegt hafi verið ábótavant við rannsókn lögreglu á málinu. Þetta kom fram við munnlegan málflutning verjanda hans Páls Rúnars M. Kristjánssonar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann krefst sýknu af báðum ákæruliðunum en Thomas er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Verjandinn rakti það hvernig atvik málsins snúa að Thomasi og hvernig hann man eftir þeim en Thomas neitar alfarið sök hvað varðar það að hafa orðið Birnu að bana. Rannsókn lögreglu hefði snemma beinst að Thomasi Páll Rúnar sagði að snemma í rannsókninni hefði grunur lögreglu beinst að ákærða og lítill kraftur hefði verið lagður í að rannsaka aðra sem mögulega hefðu getað verið gerendur í málinu. Þannig hefðu allar hliðar málsins ekki verið rannsakaðar að mati Thomasar.Thomas Olsen bar vitni í síðustu viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag.vísir/eyþórVerjandi rakti fyrst hvernig rannsókn á umferð um Suðurstrandarveg sem liggur í átt að Selvogsvita hefði verið ábótavant, en lík Birnu fannst í fjörunni við vitann. Ekki er vitað nákvæmlega hvar því var komið fyrir í sjó eða vatni en líklegt þykir að það hafi verið við Vogsós við Suðurstrandarveg. Í máli verjandans kom fram að um mjög fáfarinn veg hefði verið að ræða. Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar fóru nítján bílar um veginn á milli klukkan sjö og ellefu laugardagsmorguninn 14. janúar en ekki er vitað nákvæmlega um ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem Thomas var með á leigu á þessum tíma. „Samt er engin tilraun gerð með farsímagögnum til að rannsaka hvaða bílar eru hér á ferð og mögulega þá bara að útiloka þá alla. Þegar í ljós kemur að ekki hafi verið hægt að rekja slóðina frá a til ö þá er ekki farið í að rekja hana frá ö til a, það er að byrja á Suðurstrandarvegi,“ sagði Páll Rúnar.Nikolaj Olsen bar vitni í liðinni viku. Vísir/Anton BrinkÁverkar á Nikolaj ekki rannsakaðir Þá rakti hann það að áverkar sem Nikolaj Olsen hafði á vinstri hnúum þegar hann var handtekinn hafi ekki verið rannsakaðir og þá hafi hann ekki verið spurður út í áverkana hjá lögreglu. Nikolaj var handtekinn um borð í Polar Nanoq á sama tíma og Thomas og hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna þess. Að auki telur Thomas að lögreglan hafi ekki rannsakað nægilega vel símtöl sem Nikolaj átti nóttina sem Birna hvarf. Þannig hafi lögreglan ekki spurt besta vin hans út í símtal sem þeir áttu um nóttina en fram kom við skýrslutöku fyrir dómi af þáverandi unnustu Nikolaj að hún hefði haft spurnir af því að hann hefði verið grátandi í símann við hann þetta kvöld. Vinurinn greindi hins vegar ekki frá því hjá lögreglu að hafa talað við Nikolaj þetta kvöld. Þá hefði hann stuttu eftir þá skýrslutöku óskað eftir að gefa aðra skýrslu hjá lögreglu en fram kom í máli verjandans að erfitt væri að átta sig á út á hvað hún gengi.Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í liðinni viku en Thomas telur að handtakan um borð í togaranum hafi verið ólögmæt. Vísir/Anton BrinkEkki gætt að hlutlægni við öflun sönnunargagna Hann sagðist meðal annars vera hræddur um að vera meðsekur um eitthvað en lögreglan spurði ekki nánar út í það að því er fram kom í máli verjandans. Sagði hann hins vegar að lögreglan hefði átt að spyrja nánar út í þetta atriði. Þessi vinur Nikolaj átti að koma fyrir dóminn en hann hefur ekki fundist. Ítrekað hefur verið reynt að ná í hann við réttarhöldin í gegnum síma en án árangurs. Hvað varðar handtökuna í Polar Nanoq og aðrar aðgerðir um borð þá telur Thomas þær ólögmætar þar sem þær hafi falið í sér brot á þjóðréttarlegum skuldbindingum sem og á Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá benti verjandi á að ákæruvaldið hefði gert tvíþætt mistök við rannsókn málsins, það er að ekki væri gætt hlutlægni við öflun sönnunargagna og þá var látið hjá líða að útiloka hið ómögulega. Aðalmeðferðinni lauk í dag og hefur héraðsdómur nú fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar síðastliðinn, telur að handtakan um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar hafi verið ólögmæt og að ýmislegt hafi verið ábótavant við rannsókn lögreglu á málinu. Þetta kom fram við munnlegan málflutning verjanda hans Páls Rúnars M. Kristjánssonar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann krefst sýknu af báðum ákæruliðunum en Thomas er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Verjandinn rakti það hvernig atvik málsins snúa að Thomasi og hvernig hann man eftir þeim en Thomas neitar alfarið sök hvað varðar það að hafa orðið Birnu að bana. Rannsókn lögreglu hefði snemma beinst að Thomasi Páll Rúnar sagði að snemma í rannsókninni hefði grunur lögreglu beinst að ákærða og lítill kraftur hefði verið lagður í að rannsaka aðra sem mögulega hefðu getað verið gerendur í málinu. Þannig hefðu allar hliðar málsins ekki verið rannsakaðar að mati Thomasar.Thomas Olsen bar vitni í síðustu viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag.vísir/eyþórVerjandi rakti fyrst hvernig rannsókn á umferð um Suðurstrandarveg sem liggur í átt að Selvogsvita hefði verið ábótavant, en lík Birnu fannst í fjörunni við vitann. Ekki er vitað nákvæmlega hvar því var komið fyrir í sjó eða vatni en líklegt þykir að það hafi verið við Vogsós við Suðurstrandarveg. Í máli verjandans kom fram að um mjög fáfarinn veg hefði verið að ræða. Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar fóru nítján bílar um veginn á milli klukkan sjö og ellefu laugardagsmorguninn 14. janúar en ekki er vitað nákvæmlega um ferðir rauða Kia Rio-bílsins sem Thomas var með á leigu á þessum tíma. „Samt er engin tilraun gerð með farsímagögnum til að rannsaka hvaða bílar eru hér á ferð og mögulega þá bara að útiloka þá alla. Þegar í ljós kemur að ekki hafi verið hægt að rekja slóðina frá a til ö þá er ekki farið í að rekja hana frá ö til a, það er að byrja á Suðurstrandarvegi,“ sagði Páll Rúnar.Nikolaj Olsen bar vitni í liðinni viku. Vísir/Anton BrinkÁverkar á Nikolaj ekki rannsakaðir Þá rakti hann það að áverkar sem Nikolaj Olsen hafði á vinstri hnúum þegar hann var handtekinn hafi ekki verið rannsakaðir og þá hafi hann ekki verið spurður út í áverkana hjá lögreglu. Nikolaj var handtekinn um borð í Polar Nanoq á sama tíma og Thomas og hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna þess. Að auki telur Thomas að lögreglan hafi ekki rannsakað nægilega vel símtöl sem Nikolaj átti nóttina sem Birna hvarf. Þannig hafi lögreglan ekki spurt besta vin hans út í símtal sem þeir áttu um nóttina en fram kom við skýrslutöku fyrir dómi af þáverandi unnustu Nikolaj að hún hefði haft spurnir af því að hann hefði verið grátandi í símann við hann þetta kvöld. Vinurinn greindi hins vegar ekki frá því hjá lögreglu að hafa talað við Nikolaj þetta kvöld. Þá hefði hann stuttu eftir þá skýrslutöku óskað eftir að gefa aðra skýrslu hjá lögreglu en fram kom í máli verjandans að erfitt væri að átta sig á út á hvað hún gengi.Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í liðinni viku en Thomas telur að handtakan um borð í togaranum hafi verið ólögmæt. Vísir/Anton BrinkEkki gætt að hlutlægni við öflun sönnunargagna Hann sagðist meðal annars vera hræddur um að vera meðsekur um eitthvað en lögreglan spurði ekki nánar út í það að því er fram kom í máli verjandans. Sagði hann hins vegar að lögreglan hefði átt að spyrja nánar út í þetta atriði. Þessi vinur Nikolaj átti að koma fyrir dóminn en hann hefur ekki fundist. Ítrekað hefur verið reynt að ná í hann við réttarhöldin í gegnum síma en án árangurs. Hvað varðar handtökuna í Polar Nanoq og aðrar aðgerðir um borð þá telur Thomas þær ólögmætar þar sem þær hafi falið í sér brot á þjóðréttarlegum skuldbindingum sem og á Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá benti verjandi á að ákæruvaldið hefði gert tvíþætt mistök við rannsókn málsins, það er að ekki væri gætt hlutlægni við öflun sönnunargagna og þá var látið hjá líða að útiloka hið ómögulega. Aðalmeðferðinni lauk í dag og hefur héraðsdómur nú fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 „Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18
Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59
„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. 1. september 2017 14:22