Faðmaði börn og hyllti neyðaraðstoð í Houston Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 22:15 Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hyllti neyðaraðstoð, sem unnið hefur verið að í kjölfar fellibylsins Harveys, í heimsókn sinni til Houston í Texas-ríki í dag. Hann, ásamt konu sinni Melaniu, heimsótti neyðarskýli og ræddi við fórnarlömb hamfaranna sem hafast þar við. BBC greinir frá. „Það er að rætast úr hlutunum,“ sagði Trump um neyðaraðstoðina er hann og eiginkona hans, Melania Trump, heimsóttu fórnarlömb Harveys og sjálfboðaliða í neyðarskýli í Houston nú í dag. Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Þau munu einnig koma við í Louisiana-ríki sem varð illa úti í hamförunum.Sjá einnig: Trump heimsækir hamfarasvæði á ný „Eins erfitt og þetta var þá hefur þetta verið dásamlegt,“ bætti Trump við. Trump-hjónin komu ekki við á hamfarasvæðunum sjálfum þegar þau heimsóttu Houston á þriðjudag. Forsetinn var í kjölfarið m.a. gagnrýndur fyrir að hitta engin fórnarlömb flóðanna miklu, sem valdið hafa mikilli eyðileggingu í borginni.Forsetahjónin létu vel að börnum í neyðarskýlinu í Houston í dag.Vísir/AFPÍ dag komu hjónin því við í neyðarskýli, þar sem fórnarlömb Harveys hafast við, og útdeildu þar mat og sátu fyrir á myndum með þeim sem þess óskuðu. Þá minntist forsetinn sérstaklega á hinn mikla kærleika sem ríkir meðal fólks á hamfarasvæðunum. Þá hefur Trump lýst því yfir að morgundagurinn verði „Dagur bænahalds“ í öllum ríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega í nafni fórnarlamba Harveys. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyllti neyðaraðstoð, sem unnið hefur verið að í kjölfar fellibylsins Harveys, í heimsókn sinni til Houston í Texas-ríki í dag. Hann, ásamt konu sinni Melaniu, heimsótti neyðarskýli og ræddi við fórnarlömb hamfaranna sem hafast þar við. BBC greinir frá. „Það er að rætast úr hlutunum,“ sagði Trump um neyðaraðstoðina er hann og eiginkona hans, Melania Trump, heimsóttu fórnarlömb Harveys og sjálfboðaliða í neyðarskýli í Houston nú í dag. Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Þau munu einnig koma við í Louisiana-ríki sem varð illa úti í hamförunum.Sjá einnig: Trump heimsækir hamfarasvæði á ný „Eins erfitt og þetta var þá hefur þetta verið dásamlegt,“ bætti Trump við. Trump-hjónin komu ekki við á hamfarasvæðunum sjálfum þegar þau heimsóttu Houston á þriðjudag. Forsetinn var í kjölfarið m.a. gagnrýndur fyrir að hitta engin fórnarlömb flóðanna miklu, sem valdið hafa mikilli eyðileggingu í borginni.Forsetahjónin létu vel að börnum í neyðarskýlinu í Houston í dag.Vísir/AFPÍ dag komu hjónin því við í neyðarskýli, þar sem fórnarlömb Harveys hafast við, og útdeildu þar mat og sátu fyrir á myndum með þeim sem þess óskuðu. Þá minntist forsetinn sérstaklega á hinn mikla kærleika sem ríkir meðal fólks á hamfarasvæðunum. Þá hefur Trump lýst því yfir að morgundagurinn verði „Dagur bænahalds“ í öllum ríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega í nafni fórnarlamba Harveys. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42
Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45